Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 24

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 24
1963. ***** ****** SJÓSLYS OG DRUKKNANIR frá 7. maí 1963 til 1. maí 1964 7/5 Matthías Jónsson frá Akureyri drukknaði á Eyjafirði. Hann var um fimmtugt, kvœntur og átti uppkomin börn. 21/5 Tveir ungir menn drukknuðu lit af Selsvör í Reykjavík Jón Björnsson, Blönduhlíð 12, Reykjavík, 21 árs. Björn Bragi Magnússon, Granaskjóli 26, Reykjavík, 23 ára. Þeir munu hafa farizt með trillu, er sökk á þessum slóðum. 14/6 Fimm ára drengur, Þórir Svanur Snorrason, Vesturgötu 7, Akranesi, drukknaði í kælivatnsþró við Fiskiðjuver h.f. 15/6 Tveir ungir menn drukknuðu við Suðureyri, Súgandafirði: Þórir Gestsson frá ísafirði og Sigurður Guðmundsson frá Flateyri. Sama dag drukknaði í Ölfusá Lárus Gíslason, Stekkjum, Sandvíkurhreppi. Hann var 58 ára, kvæntur og átti tvö börn. 4/7 Fimm ára gamall drengur, Baldur að nafni, drukknaði í þró hjá Hrað- frystistöð Vestmannaeyja. 13/7 Bandarískur maður, Anthony Merceder, Ytri-Njarðvík, drukknaði í Reyð- arvatni í Lundarreykjadal. Hann var 55 ára, kvæntur og átti tvö börn. 28/7 Tveir menn drukknuðu af trillu, er hvarf úr Reykjavíkurhöfn: Jörgen Viggósson, Sólheimum 27, Reykjavik, 25 ára, ókvæntur. Kristinn Ólafsson, Höfðatúni 5, Rvík, 27 ára, kv. og átti tvö ung böm. 6/8 Guðfinnur Marelsson, Heiðargerði 112, Reykjavík, féll fyrir borð af mb. Erlingi, VE-30. 36 ára. 9/8 Sigurður Kristjánsson, Miðstræti 5, Reykjavík ,féll fyrir borð af mb. Jóni Oddssyni, GK-14. Hann var um þrítugt. 30/8 Halldór Gestsson drukknaði við brúna út í Brákarey í Borgarnesi. Hann var 58 ára, ókvæntur. Sama dag livolfdi mb. Leifi Eiríkssyni 80 sjómílur ANA af Raufarhöfn. Einn maður drukknaði: Símon Símonarson, Grettisgötu 57, Reykjavík. Rétt eftir brottför bv. Þorkels mána frá Hull þennan dag féll Þorleifur Sigurbjörnsson frá Reykjavík útbyrðis og drukknaði. 31/8 Guðmundur Brynjólfsson, múrari, Miðtúni 84, Reykjavík, drukknaði í Brúará. Hann var 42 ára, kvæntur. 13/9 Ellert Hannesson, verkstjóri í Reykjavík, drukknaði í Straumfjarðará á Snæfellsnesi. 15/9 Jón Karlsson, Keflavík, drukknaði við bryggju í Keflavíkurhöfn. Hann var 21 árs, ókvæntur. 23/10 Knút Guðjónsson, Suðurlandsbraut 94-D, Reykjavík, tók út af bv. Apríl, er skipið var á Halamiðum. 42 ára. 5/11 Haraldur Ólafsson frá Dalvík féll í höfnina í Reykjavík og drukknaði. Hann var 62 ára, kvæntur og átti þrjú böm. 28/11 Brezkur sjómaður, Gordon Thompson, féll í höfnina í Vestmannaeyjum og drukknaði. 29/11 Mb. Hólmar, GK-546, fórst og með honum fimm menn: Helgi Kristófersson, skipstj., Sandgerði, 27 ára, kvæntur og átti þrjú böm. Sigfús Agnarsson, stýrimaður, Skagafirði, 21 árs, ókvæntur. Guömundur Stefánsson, vélstjóri, 21 árs, ókvæntur. Ingvar Gunnarsson, Garðahreppi, 21 árs, ókvæntur. Gunnlaugur Sigurðsson, Vestmannaeyjum, ekkjumaður, átti fimm börn. 7/12 Birgir Andrésson, 1. vélstjóri, féll fyrir borð af bv. Röðli. Hann var 30 ára, kvæntur og átti eitt bam. 15/12 Guðmundur Óskarsson, Stigahlíð 36, Reykjavík, féll í höfnina í Hull í Englandi. 18 ára. 22/12 Gylfi Axelsson frá Patreksfirði féll í höfnina í Reykjavík og drukknaði. Hann var 25 ára, ókvæntur. 1964. 3/3 Jóhannes Einarsson, sjómaður, Barónsstíg 25, Reykjavík, fannst á floti í Reykjavíkurhöfn. Hans hafði verið saknað síðan 12. janúar s.l. 1/5 Guðjón Bernhard Jónsson, sjómaður, Fáskrúðsfirði féll niður á milli skips og bryggju og var örendur áður en hann náðist. Hann var 28 ára að aldri. 10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.