Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 25

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 25
Víða liggja vegamót Víða liggja leiðir íslendinga. í vor var hér á ferð Jónas Björnsson skip- stjóri, sem flestir eldri togarasjó- menn kannast við, aðkominn frá Prince Edward Island í Kanada. Jónas er fæddur 13. júní 1887 á Hámundarstöðum í Vopnafirði. Arið 1918 flutti hann til Reykjavíkur og réði sig á togara, en í þá tíð var það mesti frami sem ungir menn sáu fyrir sér. Hann skráðist háseti á bv. Hilmi, en tveim árum síðar fór 'iann í Stýrimannaskólann og lauk þaoan prófi, og var síðan samfellt á tog- urum. Þá var ekki stórvægileg aukn- ing íslenzka fiskiskipaflotans ár- lega. Skipshafnirnar voru samsettar af þrautreyndum dugnaðarmönnum og var ekki ótítt að einn þriðji eða helmingur lúkarsbúa væru með skipstjóraprófi, þó fæstir ættu von til að njóta þeirra réttinda í náinni framtíð. Þegar síðari heimsstyrjöld hófst breyttust ýmsar aðstæður, aldri skipstjórar fóru í land að lokinni veiðiför, en yngri menn tóku við að sigla skipunum á erlendan markað. Jónas varð siglingaskipstjóri með bv. Skutul (áður Hávarður ísfiro- ingur), og sigldi honum öll stríðs- árin, fór hann samtals 103 ferðir milli Islands og Englands, en var svo lánsamur að lenda aldrei í skot- marki við þýzka kafbáta, sem lengst af fóru herförum um þetta siglinga- svæði og grönduðu smáum og stór- um skipum ef færi gafst. Sjómannadagsblaðið hafði fréttir af ferð Jónasar hér heima og leit- aði tíðinda af högum hans erlendis. „Hvað kom til Jónas að þú, svona gamalgróinn togarajaxl ,tókst sam- an pjönkur þínar í víking til ann- arra landa, í stað þess að ljúka þræl- dómnum hér heima?“ „Tjah, ef ég ætti að svara því í stuttu máli, myndi ég telja til þess tvær höfuðástæður. I fyrsta lagi virtist um það leyti ekki vera um mikla framtíðarmöguleika að ræða hér heima fyrir roskinn mann í mínu fagi. Og í öðru lagi, sem ef til vill var aðalorsökin, að í undirvitundinni hefir ávalt vakað hjá mér einhver útþrá. Að kynnast einhverju sem var utan við hinn daglega sjóndeild- arhring. Og dag einn þegar ég var nýkominn af sjó, hringdi til mín maður og spurði hvort ég vildi fara til Kanada á togara. Tími var naum- ur til umhugsunar, ég yrði að vera ferðbúinn eftir sólarhring. Eftir stutta umhugsun svaraði ég honum, að ég væri tilbúinn að leggja í þetta. Þar með var sú stefna ákveðin og ekki umsnúið. Þegar til Kanada kom var þetta heldur lítill togari á okkar mæli- kvarða, gerður út frá Halifax. Eg var á þessu skipi í tvö ár. Fyrst há- seti, svo bátsmaður, síðan stýrimað- ur og loks skipstjóri. Að þeim tíma loknum fór ég í land og var í ýms- um hugleiðingum um annað starf. Islenzkur kunningi minn í Vancou- ver var oft að leggja að mér að koma þangað, þar sem um miklar tekju- vonir væri að ræða ef vel gengi, en eitthvað dró úr mér að taka þá ákvörðun. Þannig liðu fimm mán- uðir, að ég hitti dag nokkurn kunn- ingja minn, sem hafði verið með mér á togaranum, en átti nú heima í Prince Edward Island. Hann var að leita að manni til að taka að sér skipstjórn á litlum togbát sem gerð- ur var út frá Souris í heimabæ hans og spurði hvort ég vildi ekki koma með sér þangað. Eg sló strax til og hefi dvalið á þeim stað síðan eða rúm 10 ár. Ég var á þessum litla bát í tvö ár, en tók þá við öðrum stærri bát 65 tonna. Þetta tímabil var ég svo heppinn að hafa með mér bráðdug- lega menn og vorum við aflahæstir öll þessi ár. Fyrir fimm árum spurði fulltrúi Fiskimálanefndarinnar á staðnum hvort ég vildi ekki eignast eigin bát! Ég hafði að sjálfsögðu ekkert á móti því. Fyrirkomulag þama er þannig, að skipstjórar geta eignast bátana með stuðningi Fiski- málanefndarinnar gegn því að leggja fiskinn upp hjá hraðfrystihúsunurn, sem eru tvö í Souri. Og þannig at- vikaðist það að ég var orðinn sjálf- stæður skipseigandi og skýrði ég bátinn Island. Ég hefi nú átt þenn- Jónas Björnsson. an bát í fimm ár, ég hefi enn sömu skipverja sem byrjuðu með mér og við höfum enn haldið því að vera aflahæstir árlega. Nafngiftin hefir ávalt valdið mér gleði, og vekur hugsun til heimalands er ég heyri kunningja mína á öðrum bátum kalla á öldum ljósvakans til viðtals við Iceland! „Hvernig er útgerð háttað þarna frá Prince Edward, er langt á fiski- mið og hvernig fiskur er þetta sem þið fáið?" „A Prince Edward eru íbúar urn 70 þúsund, aðalatvinnuvegur er kartöflurækt og trjáviðarútflutning- ur, en á norðausturhluta eyjunnar í Souris þar sem ég bý eru stund- aðar fiskveiðar út í St. Lawrence- flóa. Þaðan eru gerðir út 25 tog- bátar, allt trébátar þar til nú síðari ár að stálbátar eru að koma til sög- unnar. Áður fyrr var þannig háttað eins og hér heima á smábátum, að menn þurftu ekki að hafa skipstjóra- próf nema að nafninu til, nokkui's konar pungapróf, aðeins ef það voru duglegir náungar, flestir bátarnir voru 40 til 65 tonn og sóttu aflann aðeins 10 til 20 mílur frá heimahöfn. Síðari ár hefir þetta breyzt. Aflinn hefir þorrið á heimamiðum og aflinn SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 1

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.