Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 38
Kerling.
Drangey er söguríkasta óbyggð
eyja við strendur Islands. Hún er
líka sú tignríkasta þeirra og arð-
bærasta. Það telja sumir að hún
hafi haldið lífinu í fjölda manns
þegar þrengingar urðu hvað mestar
af völdum hallæris í landinu.
Vissulega hefur Drangey einnig
krafist fórna. Mörg mannslíf hafa
farizt í Drangeyjarbjargi, eða undir
því þegar menn hafa verið að leita
fanga, fugls og eggja í eynni.
Hvarvetna þar, sem mikið skeður
válegra atburða myndast sagnir og
Bergtröllið
Þorsteinn ]ósepsson blaöamaönr
þjóðsögur og fyrir bragðið er
Drangey ríkari af þeim en nokkur
önnur óbyggð eyja. Þar úir og grúir
af örnefnum, ekki aðeins uppi á
eyjunni sjálfri heldur í björgum
hennar og í flæðarmálinu undir
henni.
Drangey hefur orðið stórskáldum
þjóðarinnar að yrkisefni. Stephan
G. segir:
Drangey er risin úr rokinu og
grímunni
rétti upp Heiðnaberg hvassbrýnt
að skímunni.
Drangana hillti úr hafsjónum
flæðandi,
hríðin er slotuð og stormurinn
æðandi.
Árgeislinn fyrsti um Tindastól
tindraði,
tindurinn efsti á himinn sindraði.
Hvítnaði rökkrið í rof fyrir
löndunum,
Reykjaströnd grilltist með sæbröttu
ströndunum.
Náttskuggafyllurnar fjarlægðust
dvínandi,
fjörðurinn opnaðist, breiður og
skínandi.
Suður til heiða frá sæbotni
skáhöllum,
sólheimur ljómandi, varðaður
bláfjöllum.
í þessu kvæðisbroti kemur greini-
lega fram andstæðan mikla milli
ljómandi sólheims og flæðandi haf-
sjós, en hvort heldur sem er leikur
það sér að bergtröllinu mikla á
miðjum Skagafirði.
„Dunar undir Drangey um dimm-
viðris haust;
ymur þar enn í dag með
annarlegri raust.
Dunar undir Drangey,“
segir annað stórskáld, Matthías Joch-
á Skagafirði
ferÖast meÖ okknr til Drangeyjar.
umsson, en þar kennir sama and-
blæs að vissu marki og hjá Stepháni
G. þannig að það er undiralda veðra-
brigða sem kveður sinni raust við
hamraveggina svo að undir dunar.
Á öðrum stað kveður Matthías:
„Heill þér, Drangey, djúpt und
fótum
dunar þér frá hjartarótum
harður gnýr af heiftarspjótum,
hér er það sem Grettir bjó.“
Drangey dregur nafn af háum
klettadrang sem stendur einn sér
upp úr djúpinu skammt sunnan við
eyna og ber nafnið Kerling. Áður
voru þessir drangar tveir, og hét
hinn Karl, en hann er nú að mestu
horfinn í sjó, hrundi fyrir mörgum
áratugum. Um þessa tvo dranga og
Drangey er til sú þjóðsaga að tvö
nátttröll hafi dagað uppi í miðjum
firðinum er þau voru að leiða trölls-
kú úr Regnhelgi undir tröllsnaut
handan fjarðar. Karl gekk á undan
og teymdi kúna, en kerling rak á
eftir. Óðu þau þvert yfir fjörðinn,
en áður en minnst mun varði ljóm-
aði dagur í austri og urðu öll að
steini. Kýrin er Drangey sjálf. Þykir
hún vera Skagfirðingum arðbær
vorbæra þótt úr steini sé og að ekki
hafi þar um slóðir gefið arðbetri
kýr.
24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ