Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Qupperneq 48

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Qupperneq 48
Einar Thoroddsen: Lítil ferðasaga Það var á áliðnum degi 21. desem- ber árið 1930, sem gesti bar að garði heima hjá foreldrum mínum í Vatns- dal við Patreksfjörð, en þar bjuggu þau þá, þar voru komnir Þórarinn Bjarnason og Þorgeir sonur hans, sem þá mun hafa verið 14—15 ára gamall. Þórarinn hafði flutzt með fjöl- skyldu sína til Patreksfjarðar um sumarið. Aður bjó hann að Bökkum í Kollsvík í Rauðasandshreppi. Þeir feðgar höfðu farið nokkrum dögum áður frá Patreksfirði, út í Kollsvík til þess að sækja nokkrar kindur, sem Þórarinn átti þar, og voru nú að reka þær til slátrunar, inn á Pat- reksfjörð. Þennan dag var risjótt veður. Þegar þeir komu að Vatnsdal var komið myrkur. Þeir feðgar ætluðu ekki að halda lengra um kvöldið, heldur fá gistingu í Vatnsdal, í von um að veður yrði betra næsta dag, og gæfi að flytja þá á báti yfir fjörðinn morg- uninn eftir. Vatnsdalur er beint á móti kaup- túninu á Patreksfirði. Kindurnar voru látnar í hús, því þær voru hálf hraktar og þvældar eftir langan rekstur. Þeir höfðu farið snemma um morguninn frá Kollsvík og voru því búnir að vera á ferð mestan hluta dagsins. Ráðgert var um kvöldið að búast snemma til ferðar morguninn eftir, ef fjarðfært yrði, og helzt að komast af stað fyrir birt- ingu. Vegna þess að komið var svo nærri jólum, var það mikið kapps- mál hjá Þórarni að komast á báti yfir fjörðinni frá Vatnsdal, því ann- ars hefði hann orðið að reka féð alla leið í kring um hann, en það ferða- lag hefði tekið svo langan tíma, að hann hefði ekki komist til Patreks- fjarðar í tæka tíð, til þess að geta lógað fénu fyrir hátíðina, en það var ætlun hans. Þórarinn var kunnur spilamaður, og eftir að þeir feðgar höfðu farið í þurr föt og matast, var tekið upp létt hjal, og setzt að spilum. 34 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Allar áhyggjur af fyrirhuguðu ferðalagi næsta dag, voru látnar bíða betri tíma. Um miðnætti var gengið til náða, í góðri von um batn- andi veður. Um morguninn var risið árla úr rekkju og gáð til veðurs. Ekki var útlitið gott. Suð-austan þunga vind- ur, drungalegt loft og Veðurhvinur í fjöllum. Einar TJtoroddsen. Föður mínum leizt illa á veðrið. Taldi hann rétt að bíða birtu, og sjá hvort veðurbreyting yrði þangað til, því sér sýndist öll merki þess að stórviðri væri í nánd. Reyndist hann sannspár eins og síðar verður sagt. Birgir bróðir minn, nú skipstjóri á m.s. Lagarfossi, sem þá var 19 ára, og ég, tæpum tveimur árum yngri, ætluðum að fara á bátnum, sem flytja átti Þórarin á, við vildum fara strax af stað, og töldum, að þá mund- um við verða komnir yfir fjörðinn áður en veðrið skylli á. Þórarinn hvatti heldur fararinnar, enda var miklu erfiði af honum létt, með því, að hann kæmist sjóleiðina. Faðir minn latti okkur mjög. Allt að einu fór það svo, að við Birgir réðum, og ákváðum að fara. Við ferðbjuggumst í snatri. Rákum kindurnar til sjávar og inn í naust. Báturinn sem fara átti á, var nál. 2ja tonna trillu, með 4—5 H. P. Scandia glóðarhausvél. Það kom sér vel síðar, að vélin var ekki við- kvæm fyrir vætu. Báturinn var nú settur niður. Stór- streymt var og stóð á fjöru, var því mikið útfiri, og langur setningur, enda vorum við lengi að koma bátn- um á flot. Þegar því var lokið, var eftir að draga hverja kind úr naust- inu og niður að bátnum, því ekki var hægt að handsama þær í sléttri fjörunni. Mig minnir að kindurnar hafi verið 16. Tveir okkar urðu að passa bátinn. Til þess urðu þeir Birgir og Þórarinn, en faðir minn, þorgeir og ég drógum kindurnar. Allt gekk þetta seinna en áætlað var í upphafi. Þegar síðasta kindin var komin út í bátinn var farið að skína. Var þá auðséð að illviðri var að skella á. Faðir minn vildi þá að við hættum við að fara. Við Birgir vorum ófúsir að hætta við svo búið, eftir alla þessa fyrirhöfn. Við vorum oft í flutning- um á trillunni, og ekki allt of vand- látir með veður, enda lent í ýmsu fyrr. Ekki urðu frekari umræður um þetta. Við ýttum úr vör og lögð- um af stað. Ef við hefðum getað far- ið með fullri ferð, og beinustu leið, þá var þetta ekki nema 20 mínútna ferð. Vindur var nú orðinn hvass. Fór- um við inn með landinu til að byrja með, til þess að geta heldur „slegið undan“ þegar lengra kæmi út á fjörðinn, ef veður versnaði frá því sem var. Ferðin gekk vel þangað til við vorum um það bil á miðjum firði. Við höfðum þó þurft að draga mikið úr ferð. Þegar hér var komið var orðið bjart, eða eins og birti þennan dag. Inni í firðinum var kolmórauður hríðarsorti, sem nálgaðist okkur óð- fluga. Skipti það engum togum, að á svipstundu skall á ofsa veður, varð hvítur skafrenningur yfir allan fjörð- inn. Agjöf á bátinn jókst nú svo, að eftir stutta stund hætti austurdælan að hafa undan. Kindurnar, sem allar voru lausar, forðuðu sér undan ágjöfinni og tróð- ust til hlés. Þórarinn og Þorgeir áttu fullt í fangi með að passa, að þær legðu bátinn ekki á hliðina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.