Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 52

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 52
Samvinna er ,,allt sem þarf" Eftirfarandi grein er eftir forseta fiskveiðinefndar Sovétlýðveldanna, A. lshkov. Þýdd úr „Sovét union", jan- úarhefti 1964. Greinin er athyglisverð. Hún sýnir hvernig ráðamenn austur þar líta á fiskveiðimálin, sem oss íslendingum eru svo mikilvæg. H. ]. Hve margir fiskar eru í sjónum? Fiskiveiðar eru að líkindum elzti atvinnuvegur í heimi, sem sífellt fer vaxandi og hin síðari ár með risa- skrefum. Fiskimenn nota fullkomn- ari veiðitæki og veiðisvæðin færast lengra og lengra á haf út. Veiði allra þjóða samanlagt jókst úr nálægt 20.000.000 lestum árið 1950, í yfir 40.000.000 lestir árið 1962. Á síðast- liðnum 20 árum eða nálægt því, fjór- földuðu Maroccomenn veiði sína, Angola tífölduðu veiðamar og Perú veiddi 170-falt. Þessi öra aukning hefir fyllt ýmsa menn kvíða, að vísu ástæðulausum, um að fiskistofnum hafsins sé hætta búin, hér sé um ofveiði að ræða. En sannleikurinn er sá, að þessi mikla aukning veiðanna er sönnun þess hve gífurlega miklar fæðubirgðir man- kynið á í úthöfum hnattarins. Þetta er í rauninni aðeins byrjunin á því, að nytja þessar miklu birgðir af protein sem þarna eru fyrir hendi. Heimshöfin þekja meira en 70% af hnettinum, og talið er að um 150.000 tegundir af lífverum eigi þar heima. Organisk efni myndast tvisvar til þrisvar sinnum örar í sjónum en á landi, og endurnýjun lífveranna og vöxtur er að sama skapi hraðari í sjónum. Þó nú að birgðir þessar séu miklar, er þó áríðandi að ofnota þær ekki. Þjóðirnar, — og þá eink- um þær sem stunda fiskiveiðar, — verða að hugleiða og gera sér grein fyrir, hve miklu þær eigi og beri að skila komandi kynslóðum. Dæmi eru til um það, að taumlaus veiði og ónóg þekking á líffræðilegum að- stæðum, hafa svo að segja útrýmt tegundum nytjafiska sem voru, sum- ar hverjar, fluttar á land í svo miklu magni, að þær urðu nálega verðlaus- ar. Til dæmis má taka laxinn og Sakhalin-Hokkadio síldina í Japans- hafi. Hefir veiðin þar dregist saman um 90% á næstliðnum 10—15 árum. Þá er ástandið að því er snertir hvalastofninn mjög ískyggilegt, sama má segja um krabbann. Þessar og aðrar aðstæður sýna nauðsyn þess að hóflega sé gengið á fiskistofna sjávarins. Vísindin koma til skjalanna. Fiskveiðar eru í rauninni takmark- aðar við nokkur afmörkuð svæði heimshafanna. Rannsóknir hafa þó sýnt að allmörg fleiri álitleg veiði- svæði eru til, sem enn eru þó lítið reynd. Til dæmis hefir Indlandshaf verið talið fátækt af fiski. En vís- indaleiðangur uppgötvaði þar nýlega mikið magn af sardínum, makríl, runner,1) tunny,1) höfrung, hvölum og sjó-skjaldbökum. Er þetta sérlega mikilvægt fyrir Asíu og Afríkulönd- in, sem nú eru sem óðast að auka fiskiveiðir sínar. Það er vísindunum að þakka, að Davisundið er nú talið álitlegt veiðisvæði. Sérfræðingar frá Sovétríkjunum og Kúbu stunda nú fiskirannsóknir í Caribbíahafinu með góðum árangri. Hinar miklu birgðir af „verðlaus- um“ fiski í höfunum er dýrmætur forði, þó að hingað til hafi þær lítt verið snertar. Af 25.000 fiskitegund- um sem í sjónum eru, hafa aðeins 360 verið veiddar, og þar af eru um einn þriðji þeirra sem tilheyra fjöl- skyldu síldarinnar. Það er ástæða til að ætla að miklu fleiri fiskitegundir í hinu mikla protein forðabúri sjáv- arins verði nytjaðar mannkyninu til hagsbóta. I Sovétríkjunum eru margir vís- indamenn sem rannsaka fiskiveiði- vandamálið, og hafa yfir að ráða sérstaklega útbúnum rannsóknar- skipum. Þeir rannsaka fiskmagnið, og hvaða áhrif veiðarnar hafa á fisk- stofninn. Þeir bæta um veiðarfæri og veiðiaðferðir. Þeir finna líka nýjar aðferðir til verndar og útbreiðslu fiskistofna. Stórkostleg áætlun um flutning á Austurlanda chum og 1) Fisktegundir. hnúðlaxi til Hvítahafsins og Rar- enthafsins er nú í framkvæmd. Margar milljónir af laxahrognum voru fluttar til klakstöðva við Hvítahaf frá ströndum Kyrrahafs- ins, klakið þar og seiðunum sleppt í ár, og þaðan hefja þau fyrstu ferð sína út í Atlantshafið. Fleiri slíkar nýjungar hafa vísindamennirnir með höndum sem hafa gefizt vel. Slíkar framkvæmdir geta orðið miklu árangursríkari séu þær gerð- ar með vísindalegri tækni á grund- velli alþjóða samninga og samvinnu. Til gagnkvœms óvinnings. Það eru möguleikar á því að gera heimshöfin að öruggu og vaxandi matvælaforðabúri. En til þess þarf alþjóðasamvinnu um takmörkun fiskveiðanna á vísindalegum grund- velli. Dæmi um slíka samvinnu er starf alþjóða fiskveiðinefndar Norð- Vestur-Atlantshafsins. Nefnd þessi, sem Sovétlýðveldið er þátttakandi í er skipuð fulltrúum frá þrettán lönd- um. Vinna þau saman að rannsókn- um til aukinnar þekkingar á fisk- stofnum sjávarins og takmörkun veiða. sem öllum þjóðum sem hlut eiga að máli ætti að verða til hags- bóta. Síðan árið 1956 hefir veiðin á þessum hluta Atlantshafsins aukizt úr 1.900.000 lestum í 2.900.000 lestir, og virðist þó af nógu að taka. Annað dæmi um ávinning sam- vinnunnar milli Sovétlýðveldanna, Bandaríkjanna, Kanada og Japan á þessu sviði, er takmörkun selveið- anna á Kyrrahafi. Síðan samvinna komst á fyrir 6 árum, hefir selastofn- inn tvöfaldast og veiðin aukist að sama skapi. Á nýafstaðinni hval- veiðiráðstefnu í London, urðu full- trúar frá 5 ríkjum — Bretlandi, Hol- landi, Noregi, Sovétlýðveldunum og Japan sammála um raunhæft eftir- lit með takmörkun hvalveiðanna. Þar til kjörinn eftirlitsmaður frá hverju þessara 5 landa skal fylgja sérhverri flotadeild sem veiðir í Suðuríshafinu. Heildarveiðin skal takmörkuð við 10.000 hvali. Allt þetta mun óefað stuðla að því að vernda stofninn. 38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.