Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 57

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 57
línu er 68,33 m (228 fet). Til að fá sem jafnastan straumhraða í vörp- unni var möskvastærð í hliðargöfl- um höfð nokkru stærri en í yfir- og undirneti og munar 36 mm við vörpuopið, er síðan minnkar smám saman, unz munurinn er aðeins 6 mm aftast í belg. Varpan er tengd við hlerana með tveimur 120 m leggjum, — sem hver um sig liggur í venjulegum hringj- um, sem eru festir við hlerabak- stroffur. Bakstroffurnar eru mis- munandi langar, hin efri er 5 m, en hin neðri 4 m, eins og sýnt er á 10. mynd. Mælingar á hegðun þessarar vörpu og meðfylgjandi hleraútbúnaði sýndu, að lárétt op hennar var 26 m, en minnkaði heldur við háan toghraða (yfir 4 sjóm./klst.). Ef notaðar voru tvær bakstroffur (sjá mynd) og tveir leggir, auk lítils lyftihlera (lyftikraftur 35—40 kg við 4,5 sjóm./klst.) á vænghorn, var það í 5 m hæð og höfuðlínan í 10— 13 m hæð frá botni, eins og sýnt er nánar á 12. mynd. Um 6—7 m aftan við fiskilínu hætti varpan að snerta botn og pokaendinn var í 5—6 m hæð frá botni. Chikamasa Hamuro lýkur ritgerð sinni með því að segja, að varpa sú, sem hér að framan var lýst, sé nú almennt notuð á japönsku skuttog- urunum, sem stunda veiðar á Ber- ingshafi og Atlantshafi. Þá er varp- an einnig notuð á meðalstórum síðu- togurum á. Austur-Kínahafi með ágætum árangri, þar eð aflinn jókst um 150—200% þegar skipt var um vörpu og þessi nýja varpa var tekin í notkun í stað venjulegrar (enskrar) botnvörpu, sem áður var notuð. Ósagt skal látið, hvort slíkur ár- angur sem hér um ræðir myndi fást við aðrar aðstæður en þær, sem japönsk skip veiða við, hitt ætti öllum að vera ljóst, að botnvörpur með mikilli höfuðlínuhæð hljóta að hafa meiri veiðihæfni en gömlu vörpurnar, þegar fiskur er laus frá botni. Af þessu hafa íslenzkir sjó- menn nú þegar fengið nokkra reynslu. Síðan haustið 1959 hafa ýmsir togbátar, einkum í Vest- mannaeyjum, notað vörpu með.hárri höfuðlínu með mjög góðum árangri. Enda þótt góður árangur hafi feng- om 20 40 60 Langskurðarteikningar af japönsku botnvörp- unni með mismunandi togútbúnaði. Efst: hvor vængur tengdur með einum legg í hlera. 1 miðið: hvor vængur tengdur með tveimur leggjum í hlera. Neðst: hvor vængur með lyftihlera, en að öðru leyti eins og miðteikning. izt við breytta vörpugerð á togbát- um, nota togararnir yfirleitt gömlu vörpugerðina, og virðist augljóst, að mikla nauðsyn beri nú til að gera samanburðarveiðitilraunir með nýj- ar og gamlar vörpugerðir, — ef verða mætti til jákvæðs árangurs eins og raun varð á hjá japanska togaraflotanum. 3. Flotvörpur. Síðastliðinn hálfan annan áratug hafa veiðar með tveggja skipa flot- vörpu verið stundaðar í Norðursjó og víðar með góðum árangri. Síldar- og sandsílisafli Dana, sem að mestu er veiddur í flotvörpu, skiptir t. d. hundruðum þúsunda smálesta ár- lega. Þá veiða Þjóðverjar, Svíar o. fl. þjóðir mikið magn af síld og öðr- um uppsjávarfiskum í flotvörpu. Yfirleitt hafa slíkar veiðar verið stundaðar á litlum skipum, m. a. vegna þess, að auðveldara er að stjórna þeim heldur en stærri skip- um við þessar veiðar. Enda þótt góður árangur hafi nú um alllangt árabil náðst með tveggja skipa flotvörpu, eru þó svo miklir ókostir við að nota tvö skip við eitt veiðarfæri, að ýmsar fiskveiðiþjóðir leggja mikla áherzlu á flotvörputil- raunir með einu skipi. Er þess skemmst að minnast, að rúmur ára- tugur er nú liðinn síðan þorskflot- varpan íslenzka íBreiðfjörðsvarpa) vakti mikla athygli vegna þess ár- angurs, sem íslenzkir togarar náðu í notkun hennar. Þess skal hér getið, að flotvörputilraunir Frakka, sem framkvæmdar eru af fiskirannsókna- stöðinni í Boulogne, beinast mjög að því að fullkomna togvírakerfið, sem notað er á þorskflotvörpu Breið- fjörðs. Aðrar þjóðir hafa yfirleitt notað nokkuð annað fyrirkomulag á dráttarvírum, einkum þegar um síldarflotvörpur hefur verið að ræða. Þrjár aðalritgerðir voru lagð- ar fram á veiðarfæraþinginu um flotvörputilraunir, sem fram hafa farið s.l. 3—5 ár. Skal efni þessara ritgerða nú að nokkru rakið. Pólverjinn S. Okonski lagði fram allgóða ritgerð um flotvörputilraunir pólsku veiðarfærarannsóknastofn- unarinnar í Gdynia. Arangur þeirra var m. a. sá, að gerð var togvarpa, sem ætluð er til notkunar bæði sem botnvarpa og flotvarpa. Gerð vörpu þessarar líkist mjög venjulegri flot- vörpu eins og Islendingar hafa notað, enda er hún gerð úr fjórum eins birðum eða netum. Höfuðlínan er 20 m, eða rúm 60 fet. Varpan er toguð á fjórum leggjum, sem tengd- ir eru í hlera, sem mjög líkjast venjulegum toghlerum. Mælingar, sem gerðar voru á lóðréttri og lág- réttri opnun vörpunnar, ásamt ýms- um öðrum eiginleikum hennar, virðast ítarlegar, — og verður ekki annað séð en varpa þessi vinni á allan hátt vel. T. d. er lóðrétt opnun hennar 11—14 m eftir toghraða, og verður að telja það góðan árangur á vörpu af þeirri stærð, sem hér um ræðir. I umræðum, sem fram fóru um flotvörpuveiðar, gerði undirritaður allnána grein fyrir flotvörputilraun- um Islendinga, bæði er varðar þorsk- og síldarvörpur. Óhætt mun að fullyrða, að í tilraunum, sem fram fóru hér við land haustið 1959, fékkst mjög svipaður árangur bæði í sænska og íslenzka síldarflotvörpu og Þjóðverjar fengu á s.l. vetri. Við fengum t. d. nokkrum sinnum 200—- 400 tunnur í togi á b.v. Neptúnusi og sízt minni sólarhringsafla en Þjóðverjar. Munurinn var hins vegar sá, að við fengum okkar afla á 10— 20 faðma dýpi, en Þjóðverjar tog- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.