Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 17

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 17
f t \1 fj G r »f ■ . L v i Jjjíj • ■ Þessir hlutu heiSursmerki Sjómannadagsins í Reykjavík áriS 1967. — TaliS frá vinstri: HafliSi HafliSason, GuSmundur H. GuSmundsson, Theodór Gíslason, Þórarinn SigurSsson, Sveinn Þorbergsson, Geir Ólafsson, GuSm. H. Oddsson. SJÓMANNÁDÁGURlNN í REYKJAVÍK 1967 Sjómaimadagnrinn var að þessu sinni haldinn 'um allt land sunnud. 28. maí. Þar sem þetta var 30. Sjómannadagur- í Reykjavík, var ráðgert að minnast hans rækilega, m. a. með Sjávarútvegs- sýningu, en af ýmsum ástæðum varð að fresta henni þar til í ár, en nú eru 30 ár liðin frá því Sjómannadagurinn efndi til Sjóminjasýningar, fyrstu og einu sýningar þess eðlis til þessa dags. 1 Reykjavík hófst Sjómannadagurinn með kappróðri í Reykjavíkurhöfn á laug- ardagseftirmiðdag 27. maí. 11 róðrat- sveitir kepptu. Sigurvegari i flokki skips- hafna varð sveit m.s. Gróttu, sem reri vegalengdina á 3 mín. 33,5 sek og hlaut lárviðarsveig Sjómannadagsins og Fiski- mann Morgunblaðsins. Beztan tíma í róðrarkeppninni hlaut sveit Sjóskátafél. Hákarlar, sem reri vegalengdina á 3 mín. 29,8 sek. -—- I flokki kvenna varð hlut- skörpust sveit Fiskiðjuvers ísbjarnarins á 4 mín. 52,1 sek. A Sjómannadaginn hófust hátíða- höldin með því að fánar voru dregnir að húni á skipum í höfninni og víðs vegar um bæinn og merkja- og blaða- sala hófst. Sjómannadagsblaðið var í há- tíðabúningi og var dreift um land allt fyrir Sjómannadaginn. Kl. 11 var hátíðamessa í Laugarásbíói. Prestur var séra Grímur Grímsson, en kirkjukór Laugarnessóknar annaðist söng. Kl. 14 safnaðist mannfjöldi við Hrafnistu og hin ýmsu sjómannafélög mynduðu 'fánaborg með félagsfánum og íslenzkum fánum á svölum Hrafnistu, en þar fóru fram ræðuhöld. Séra Ing- ólfur Ástmarsson minntist drukknaðra sjómanna en Guðmundur Jónsson söng einsöng með undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Þá fluttu ávörp: Sjávarút- vegsmálaráðherra Eggert G. Þorsteins- son, af hálfu ríkisstjórnarinnar; Ingimar Einarsson lögfræðingur, af hálfu útgerð- armanna, og Sverrir Guðvarðsson stýri- maður, af hálfu sjómanna. Lúðrasveit Reykjavíkur lék sjómanna- og ættjarðar- lög milli atriða. Þá afhenti formaður Sjómannadags- ráðs, Pétur Sigurðsson alþingismaður, heiðursmerki Sjómannadagsins. Gull- merki hlutu tveir menn, þeir Geir Ól- afsson, deildarstjóri, fyrrv. framkvæmda- stjóri Sjómannadagsins, og Guðmundur H. Oddsson, skipstjóri, forseti F. F. S. í. Aðeins þrír menn hafa hlotið þetta heið- ursmerki áður. Silfurmerki hlutu eftir- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ a

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.