Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 18

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 18
RóSrarsveit ms. Gróttu með lárviðarsveiginn og fiskimann Morgunbla&sins. taldir menn: Guðmundur Helgi Guð- mundsson fyrrv. skipstjóri, Hafliði Haf- liðason fyrrv. vélstjóri, Sveinn Þorbergs- son fyrrv. sjómaður, Theódór Gíslason hafnsögumaður og Þórarinn Sigurðs- son, fyrrv. formaður Stýrimannafélags Islands. Stakkasund og björgunarsund fór fram í nýju sundlauginni í Laugardal. Sigurvegari í björgunarsundi varð Er- lingur Jóhannsson, en í stakkasundi Gunnar Guðmundsson. Þá sýndu félag- ar úr Björgunarsveit Svd. Ingólfs með- ferð gúmbjörgunarbáta og froskköfun. 1 eftirmiðdaginn var barnaskemmtun í Laugarásbíó og unglingadansleikur í Lídó. Um kvöldið var Sjómannadags- hóf að Hótel Sögu og kvöldskemmtanir á vegum Sjómannadagsins í 4 skemmti- húsum öðrum. Húsfyllir var á Hótel Sögu og aðrar skemmtanir voru yfirleitt vel sóttar. í hófinu að Hótel Sögu fór fram skyndihappdrætti til styrktar bama- heimilissjóði og gaf það góðar tekjur. — Aðalvinningurinn var sjóferð fyrir tvo með einu af skipum Hafskip h.f., sem fyrirtækið hafði gefið í þessum tilgangi. Þá höfðu sjómannakonur að vanda kaffi- sölu í borðsal Hrafnistu og rann ágóð- inn af henni einnig í barnaheimilissjóð. Sjómannadagurinn 'færir öllum þeim, sem stuðluðu að því að gera daginn sem hátíðlegastan, sínar beztu þakkir. Fleetwood-togari á ferð í þungum sjó og hvassvjðri á Norður-Atlantshafi, Sigurvegarinn í stakkasundi, Gunnar Guðmundsson. Sigurvegarinn í björgunarsundi, Erlingur Jóhannsson. 4 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.