Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Page 21

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Page 21
hefir reyndin orðið sú, að þeir sem lengi standa heilshugar í þeirri baráttu, falla oft fyrir aldur fram. Slíkan liðsmann og félagslegan for- ingja tel ég Garðar Jónsson hafa verið, að hann hafi fómað lengri lífdögum fyrir félagsmálabaráttu sína, ósérhlífni og sérstaka samvizkusemi við erfið verkefni." Ég mun nú í fáum orðum reyna að geta nokkurs af því sem við kemur þess- um þætti úr lífssögu Garðars heitins. A sínum yngri árum var Garðar mikill íþróttamaður og stundaði bæði glímu og knattspyrnu. Hann var um árabil formaður íþrótta- félagsins Þór á Akureyri og tók þátt í knattspyrnukeppnum fyrir félag sitt. Sú íþróttin, sem honum var hugstæÖust var efalaust glíman, en á þessum árum vann hann glímuskjöld Akureyrar til eignar. Félagar mínir úr stjórn S. R. minnast þess af samningafundum við vinnuveit- endur þegar hlé varð á, að oft tóku þeir tal saman um þessa eftirlætisíþrótt sína, Garðar og Guðmundur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Eimskipafél. íslands, og Hallgrímur Benediktsson forstjóri, en þeir voru báðir miklir glímumenn á sínum yngri árum. A 50 ára afmæli Þórs var GarÖar gerð- ur að heiÖursfélaga félagsins og sýnir það vel hvaða hug Akureyskir íþrótta- menn báru til hans og mat þeirra á störfum hans í þágu norðlenzkra íþrótta. Barátta GarSars fyrir bættum kjörum íslenzkra sjómannastéttar hófst á Akur- eyri. Hann var einn af stofnendum Sjó- mannafélags Akureyrar og fyrsti for- maður þess. Þessari baráttu hélt Garðar ótrauður áfram alla ævi. Strax eftir að hann fluttist til Reykjavíkur varð hann virkur meðlimur í Sjómannafél. Reykja- víkur, en í það gekk hann 4. febr. 1926, og árið 1941 er hann kjörinn í stjóm þess félags og var þá varagjaldkeri um tveggja ára skeið, síðan ritari í sex ár, en formaður þess er hann kjörinn árið 1951 og gegndi þeirri trúnaðarstöðu um tíu ára skeið eða til ársins 1961. ÁSur en að þessum trúnaðarstörfum kom hafði hann setiÖ í samninganefnd- um, trúnaðarmannaráði félagsins, og um langt árabil verið fulltrúi á þingum A. S. 1. fyrir það. Út á við gegndi GarSar trúnaSarstörfum fyrir félag sitt, átti meÖal annars sæti í stjórn Hlutatrygg- ingarsjóðs og í stjórn lífeyrissjóðs tog- arasjómanna og síðar undirmanna á far- þegaskipum átti hann sæti frá 1958 og til dauðadags. Einnig átti hann sæti um skeið í stjórn Söfnunarsjóðs Islands. Hann var trúr og dyggur stuðnings- maður jafnaðarstefnunnar frá fyrstu tíð og fylgdi ætíð Alþýðuflokknum að mál- um. Hann átti sæti í fulltrúaráði hans og tók nokkmm sinnum sæti á fram- boðslistum flokksins hér í Reykjavík. Frá fyrstu tíð var Garðar heitinn mik- ill áhugamaður um öll baráttumál Sjó- mannadagsins, þótt ég viti að bygging D. A. S. — Hrafnistu — yrði honum hvað hjartfólgnust. Eftir að ákvörðun hafði verið tekin um byggingu D. A. S. var fljótlega kjör- in byggingarundirbúningsnefnd og síðar byggingarnefnd, sem jafnan voru stjóm Fulltrúaráðs Sjómannadagsins til ráðu- neytis um það er varðaÖi byggingu dval- arheimilisins. í byrjun áttu sæti í nefndum þessum, auk formanns ráðsins, þeir Sigurjón Á. Ólafsson form. S. R. og Björn Ólafsson. Við fráfall Sigurjóns, áriS 1953, tók Garðar sæti hans í nefndinni. Skömmu síðar var fjölgað í henni í fimm, enda hófust um líkt leyti samningar um fram- kvæmd verksins og voru þeir undirrit- aðir 12. maí 1953. Hornsteinn Hrafnistu var lagður árið eftir, á 17. Sjómannadaginn, 13. júní 1954 af forseta íslands, hr. Ásgeiri Ás- Haráldur Hjálmarsson, forstöðumaður. geirssyni, en þá var búið aS reisa og gera fokheldar tvær fyrstu og stærstu álmur heimilisins. Meðstjórnandi í stjórn Fulltrúaráðs- ins var Garðar kjörinn árið 1958, og sem slíkur átti hann sæti í ráðinu til hinzta dags. Síðustu mánuði ævi sinnar átti hann heimili hér á Hrafnistu, á þeim stað, sem hann lagði svo mikið af mörkum til með starfi sínu. Hérna lézt Garðar þann 17. sept. sl., og var jarðarför hans gerð þann 29. sama mánaðar. M. a. fyrir þau störf sín, sem ég hefi hér drepiÖ á og önnur, sem varða hags- muni íslenzkrar sjómannastéttar, gerði Sjómannafélag Reykjavíkur Garðar að heiðursfélaga á 50 ára afmæli félagsins árið 1965. Um leiÖ og ég bið fundarmenn að rísa úr sætum sínum og votta Garðari heitn- um Jónssyni virðingu okkar og þakk- læti, vil ég gera lokaorÖ minningargrein- ar Henrýs Hálfdánarsonar, sem ég vitn- aði í, að okkar orÖum: „Með Garðari Jónssyni er fallin ein af hinum traustu stoðum sjómanna- samtakanna. Því skal hans minnst með söknuði og af heilum hug. Eftirlifandi ástvin- um hans senda sjómannasamtökin hljóðar samúðarkveðjur." Blessuð sé minning hans. Á aSalfundi Sjómannadagsráðs, sem hald- inn var 31. marz sl. minntist Pétur Sigurðs- son, formaSur ráSsins, Haraldar Hjálmars- sonar á þessa ieið: „Síðast þegar við komum saman minntumst við þess, aÖ einn félagi okk- ar í þessum samtökum, Garðar Jónsson fyrrv. formaður Sjómannafélags Reykja- víkur, var ný látinn. Nú er við komum aftur saman, minn- umst við þess, að enn hefur maðurinn með ljáinn höggvið skarð í raðir okkar. Þann 18. desember, skömmu áður en jólahátíÖin gekk í garð, lézt að heimili sínu Haraldur Hjálmarsson, forstöðu- maður Hafnarbúða í Reykjavík, aðeins 53. ára að aldri. — Hann var fæddur í Reykjavík 18. ágúst 1914. — Foreldr- ar hans voru Margrét Egilsdóttir, sem SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7 Haraldur Hjólmarsson, forstöðumaður.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.