Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Side 23

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Side 23
Ásgeir Jakobsson: SAGAN GLEYMIR ENGUM Á fyrstu dögum landhelgisgæzlunnar hér við land, á dög- um Heimdallar og Heklu á síðasta áratug nítjándu aldarinnar og fyrsta áratug þeirrar tuttugustu, lá sá orðsveimur í landi að ötulir varðskipsstjórar yrðu ekki mosagrónir í starfinu hér við land. Þessi orðrómur var alls ekki ástæðulaus. Þeir hurfu frá varðgæzlunni, hver af öðrum, þeir duglegustu, oftast eftir eitt úthald hér uppi (Schack, Saxild o. fl.) Af hlífð við Breta fyrirskipuðu Danir varðskipsmönnum að beita 3. gr. laganna frá 1894 mjög varlega og helzt ekki, og í allan máta voru þeir hikandi í rekstri landhelgisgæzlunnar og klvkktu loks út með leynisamningum við Breta árið 1901. Við sjálfir getum þó látið okkur hægt yfir linku Dananna á þessum tíma. Það var hvort tveggja, að óhugnanlega mikil brögð voru að því, að íslenzkir menn aðstoðuðu Breta við landhelgisveiðar, og þingmenn okkar voru margir áttaviltir og hikandi í landhelgismálunum, og þetta virðist hafa verið heldur óljóst hugtak fyrir þeim mörgum, enda voru þetta bændaþing að verulegu leyti. Hér er rétt að skjóta því inn, því að aldrei er góð vísa of oft kveðin, að það hefur aldrei verið neitt eðlilegt hlutfall á milli áhrifa bænda og sjómanna á Alþingi íslendinga. Nokkrir þingmenn gengu lengra en Danir létu sér til hugar koma, og fluttu frumvarp á þinginu árið 1899, þess efnis, að við hleyptum Bretum inn í landhelg- ina fyrir suðaustanverðu landinu gegn því að Bretar léttu af hömlum á innflutningi lifandi sauðfjár héðan. —- Það hefur oftar átt að kaupslaga með landhelgina fyrir rollukét. Landhelgi okkar og fiskveiðisaga hefur alla tíð verið samn- ingsatriði við viðskiptaþjóðir okkar með einum eða öðrum hætti. En það var árið 1937, að svo var komið fyrir okkur, að ekki þótti taka því að semja við okkur, heldur tók erlend þjóð völdin í stjórnarráði okkar og skipaði þar fyrir verkum í land- helgismálunum. Það hefur aldrei verið nær höggvið sjálfs- virðingu okkar, sem sjálfstæðrar þjóðar en þessa nóvember- daga árið 1937 og verður vikið að því síðar í þessari frásögn. Þessi saga, sem hér verður rakin, er eftir frásögn Einars M. Einarssonar skipherra, og síðan blöðunum, Morgunblaðinu, Alþýðuhlaðinu og Nýja dagblaðinu frá umræddum tíma og þá dómabókum Reykjavíkur, Hæstaréttardómum og Alþingis- tíðindum. Hér hefur ekki verið hirt um að nefna nöfn, enda er sagan ekki sögð til að ófrægja einn eða neinn umfram það sem sagan heimtar. Það er auðgert fyrir hvern þann, sem telur sig þurfa þess, að ganga úr skugga um hverjir eigi hlut að sögunni. Saga Einars M. Einarssonar er eklci dómur yfir einstökum mönnum, heldur þvi tímabili í sögu þjóðarinnar, sem hann starfaði á sem skipherra. Þá ríkti skeggöld og skálmöld í landinu og loft allt lævi blandið. I þessu unga ríki var ekki enn mvnduð nægjanleg festa í réttargæzlu né leikreglum stjórnmálanna. Það var barizt á öllum vígstöðvum að því er virðist eftir eins konar monroekerfi, eins og í skákinni, það Einar M. Einarsson, skipherra. er einn við alla og allir við einn. Öll brögð virtust leyfileg og jafnvel æðstu dómstólar drógust inn í hringiðu illindanna. Njósnir um menn voru algengt fyrirbæri og þaðan af verri njósnir, eins og togaranjósnirnar miklu, síðan rógburður og skefjalausar getsakir og álygar og þar næst ofbeldi og gerræði, ef því varð við komið. Embættismenn kembdu oft ekki hær- urnar í embættum sínum og öll verstu hneykslismál af því tagi í sögu okkar áttu sér stað á þessum tíma. Menn voru hraktir úr stöðum eða skipaðir í stöður eftir geðslagi ráða- manna þann og þann daginn, og sá sem heiðraður var í dag gat allt eins búizt við að verða hengdur á morgun. Einar M. Einarsson galt þessa ástands, eins og margir aðrir, en þó með sögulegri hætti og afdrifaríkari en almennt var um fórnar- dýr stjórnmálanna og valdastreitunnar. Það má rífast um, jafnvel enn, hver hafi verið hæfasti dócentinn í guðfræði, en dæmi Einars er einfaldara, þar þarf ekki annað en telja tog- arana, sem teknir voru og skipin, sem dregin voru á flot, þá sést hver hæfastur var, og þá um leið, að hæfasti maðurinn var tvívegis rekinn frá starfi af orsökum, sem að ofan eru nefndar. Ljósasta dæmið um ástandið í landinu á þessum árum er því sagan um of duglega skipherrann. Einar M. Einarsson er fæddur 2. maí 1892 í Ólafsvík. Hann lauk iðnnámi, en sneri sér síðan að sjómennsku og stundaði róðra framan af, var meðal annars formaður í Vestmanna- eyjum. Prófi frá Stýrimannaskólanum lauk hann árið 1918 og fór þá í siglingar og var þá mest á skonnortum. Einar varð 2. stýrimaður á Þór árið 1920, en 1. stýrimaður 1925. Árið 1926 hefst frægðarsaga hans, þá leysti hann skipherrann af og var með Þór um tveggja mánaða skeið. Hann tók 10 togara á einum mánuði og eina nóttina tók hann fjóra og var þó gamli Þór ekki snöggur í snúningum, hann gekk ekki nema 7 til 8 mílur. Orðstír Einars barst þegar um allt land og lands- fólkið gladdist, „og lofaði guð,“ eins og Aðalvíkingurinn, þegar Schack á Heklu tók togarann á Aðalvík. Erlendu tog- ararnir voru ógurlegir vágestir hér við land á þessum árum. Það var taugaslítandi að horfa á þessa erlendu veiðiþjófa toga uppi í landsteinum, framaf vörum heimamanna í verstöðv- unum og fá ekki að gert. Það var því engin furða, þó að þessum unga og ötula skip- herra væri fagnað eins og þjóðhetju. Einar kynnti sér björg- unar- og gæzlustörf í Þýzkalandi, Noregi og Englandi árið 1928 og fór síðan að fylgjast með smíði Ægis og kom upp með það skip sumarið 1929. Á þessu skipi gerðist öll hans SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.