Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 24

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 24
skipstjórnarsaga að undanskilinni afleysingunni á Þór, sem fyrr er getið. Hún varð stutt, skipstjórnarsaga Einars M. Einarssonar, en þeim mun viðburðaríkari. Maðurinn var afburða duglegur, áræðinn og vökull í starfinu. Hann lét sér ekki nægja að taka togara, ef hann sá þá að veiðum í landhelgi, heldur stöðvaði hann ótæpt erlenda togara, ef hann sá þá á siglingu innan landhelginnar og honum sýndist ekki allt með felldu um borð. Hann krafðist þess að þeir stönzuðu umsvifalaust, þegar hann heisti stöðvunarmerkið, síðan fór hann um borð, oftast sjálfur, hugði að veiðarfærunum og fiskinum í lestunum, og veitti þeim áminningu, ef honum fannst ekki allt með felldu, en tilefni þó ekki nægjanlegt til töku skipsins. Hann heimt- aði að hinir erlendu skipstjórar bæru virðingu fyrir íslenzkri landhelgi og íslenzkri varðgæzlu. Af þessu varð hann mjög óþokkasæll meðal margra erlendra togaraskipstjóra og kærðu þeir hann oft fyrir yfirgang og skothríð, ef þeir hlýddu ekki stöðvunarmerkinu. Aldrei sannaðist þó, að Einar hefði gert nema það sem rétt var, en hinir erlendu togaraskipstjórar, einkum þeir brezku, voru bara óvanir þessari röggsemi ís- lenzku landhelgisgæzlunnar og kunnu þessu illa. Það, sem nú þykir sjálfsagt mál, að togarar hlýðnist skipunum varð- skips, þótti ekki eins sjálfsagt hér við land á dögum Einars. Það má kannski gleggst gera sér grein fyrir afstöðu brezku togaraskipstjóranna til íslenzku landhelgiszæzlunnar, á frá- sögn, sem birtist í Mbl. í nóvember 1965, eftir Helga Johnson, leiðinlega útlendan íslending, en þið kalla ég þá íslendinga, sem flytjast búferlum til annarra landa og hæla sér síðan af að hafa brotið lög fósturlands síns. Þessi maður gortar af því, að hafa skrapað Bolungavíkina alveg upp í fjöruborð, ásamt fjölda annarra landhelgisbrjóta. — Kannski hefur það verið hann, sem reyndi að keyra niður lítinn bát, sem mannaður var í Bolungavík að kvöldlagi eitt sinn til að reyna að ná nöfnum og númerum af togurunum? Helgi segir frá því, að eitt sinn hafi hann verið stöðvaður af brezkri varðgæzlu, þá var maðurinn bljúgur og ljúfur sem lamb, en þegar íslenzkt varðskip gefur honum merki um að stanza, keyrir hann sem mest hann má til hafs og stanzar ekki fyrr en marg-skotið hafði verið á hann, og er enn á gamals aldri að gleðjast yfir því, að hafa getað brúkað kjaft við íslenzka skipherrann, þegar loks hann náði honum. Helgi kvartar sérstaklega undan einum íslenzkum skip- herra, sem átti að hafa sagt við hann, þegar þessi skipherra var stýrimaður á Óðni: — Ég næ þér, þegar ég fæ nýja skipið. Þessi skipherra tók Helga einu sinni hér í Garðsjónum og lét hann standa 1 slyddubyl úti á brúarvæng á varðskipinu, eins og hund, þar til hann var orðinn holdvotur, enginn mað- ur yrti á hann. Skipherrann vissi, að hér átti í hlut skálkur af verra taginu. Maður, sem hafði gerzt erlendur þegn og setti síðan metnað sinn í að brjóta íslenzk lög og vinna lands- mönnum tjón. Skipherrann var að bíða eftir að ná sólarhæð- inni, eins og Helgi orðaði það. Helga finnst það sárt, að hon- um skyldi ekki vera boðið kaffi um borð í varðskipinu. Þessi skipherra hélt ekki skálkum veizlur. Því miður varð þessi skipherra að hverfa frá störfum, áður en honum lánaðist að klekkja að gagni á Helga þessum. Þannig var afstaða erlendu togaraskipstjóranna til íslenzku 10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ landhelgisgæzlunnar á þessum árum, hún var ekki ögtuð, en þegar harka færðist í leikinn með komu Einars til starfa, báru þeir sig aumlega og létu kærum og kvörtunum rigna yfir þing sitt og stjórn. Aldrei var neitt hald í þessum ákærum, og þegar Bretar höfðu aðstöðu til að láta reka Einar, byggðu þeir það ekki á neinum rökum, heldur beittu valdi. I áskorun þeirri, sem sjómenn og útvegsmenn sendu AI- þingi árið 1933, segir að Einar hafi lagt grundvöllinn að land- helgisgæzlunni. Það er réttmæli. — Einar var þó ekki síður frægur afreksmaður fyrir björgun skipa, en töku togara. Má um það nefna, sem dæmi, að þegar honum hafði verið vikið frá störfum, heimtuðu brezk vátryggingafélög, að hann væri settur til starfa á ný, þar sem hann væri eini maðurinn hér- lendis sem virtist kunna eitthvað til björgunarstarfa. Það munu flestir sammála því, sem Ólafur Valur Sigurðs- son segir í 6. tbl. Víkingsins árið 1966: — Einar M. Einarsson er merkasti varðskipsstjóri, sem við höfum átt. — Margir hafa viljað rekja fyrstu sóknina á hendur Einari til íslenzkra togaraeigenda, sem voru áhrifamiklir á þessum tíma. Það kann að vera, að í þeim hafi verið nokkur uggur við þennan nýskipaða skipherra, vegna þeirrar reynslu, sem fengin var af honum við afleysinguna á Þór árið 1926, og það getur verið, og er enda líklegt að einhverjir þeirra hafi blásið að glæðunum, en ekki verður séð að þeir hafi gengið fram fyrir skjöldu í þessu efni. Umboðsmenn erlendu togar- anna hafa sjálfsagt verið Einari skæðari óþurftarmenn. Þeir virtust ekki veigra sér við neitt, samanber hin herfilegu njósna- mál, sem upp komu á þessum tíma. — Dugnaður Einars bitnaði ekki svo mjög á íslenzkum togurum, af þeim 49 tog- urum, sem hann dró að landi til sektar, voru aðeins tveir íslenzkir. íslenzkir togaraskipstjórar skildu nauðsyn þess, að verja íslenzka landhelgi, því að enda þótt deilt sé um í hvaða mæli það eigi að vera, og mörgum þyki nú keyra úr hófi, þegar stór veiðisvæði eru látin ónotuð árum saman við heimaströnd- ina, en íslenzkir þegnar reknir upp að ströndum fjarlægra ríkja til að stunda þar atvinnu sína, þá eru allir sammála um, að botnvarpan sé alltof stórvirkt veiðitæki til að veiða með henni inni á fjörðum eða uppi í landsteinum. í annan stað var það, að íslenzku togaraskipstjórunum mörgum þótti það alls ekki borga sig að veiða í landhelgi. Þeir sögðust ekki geta einbeitt sér við veiðarnar, þegar þeir stæðu eins og á nálum í brúnni, öll verk þyrfti að vinna í svarta myrkri og tíminn færi mest í fokk við að skjótast inn eða út á víxl úr landhelginni eftir birtu, og yfirleitt væri enginn friður og ekkert lag á þessum veiðum og þær nýttust illa. Þrír mestu aflamennirnir á dögum Einars veiddu aldrei í landhelgi, og þeir voru miklu fleiri af fremstu togaraskipstjórunum, sem fóru aldrei inn fyrir — að heitið gæti — og eftir því, sem þeir segja sjálfir. Andstaðan gegn Einari í byrjun og fyrstu árin átti sér stjómmálalegar forsendur, fyrst og fremst. Einar hafði verið skipaður í embættið af ráðherra, sem um þessar mundir átti sér marga andstæðinga og harðvítuga, einkum í embættis- mannastétt og þá ekki sízt meðal lögfræðinga, því að eitt helzta áhugamál þessa ráðherra var um þessar mundir að leggja niður Hæstarétt og stofna einhvers konar alþýðudóm- stól.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.