Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 33

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 33
Hópmynd þessi er tekin á fimdi kvennadeildar Slysavarnadeildarinnar Sæljós á Flateyri haustið 1967. Konur sjávarþorpa íslands skynja bezt og þekkja af raunveruleika þá áhættu, sem fylgir harðri sjósókn við íslenzka vetrarveðráttu. Þann 10. okóber árið 1964 fórust tveir bátar frá Flateyri, Sæfell og Mummi, í stormviðri úti fyrir Vestfjörðum. Vitað er með vissu um örlög Mumma, að brotsjór reið yfir bátinn 9 sjómílur út af Barða, og hvolfdi honum á svipstundu, svo að enginn tími vannst til björg- unaraðgerða. Er þeir, sem frá bátnum losnuðu, höfðu svamlað nokkra stund í ísköldum sjónum, vildi svo furðulega giftusamlcga til að kistunni með gúmmífleka bátsins skaut upp milli mannanna og tókst tveimur þcirra að opna hann í sjónum og komast upp í hann. — Mikil leit var þegar hafin að bátimum tveim, og eftir tvo sólarhringa fann SIF, flugvél landhelgisgæzlunnar, gúmmíbátinn úti fyrir Látraröst, en brezkur togari, sem var þar nær- staddur, bjargaði mönnunum tveimur sem í bátnum voru, illa hröktum af vosbúð og kulda. Þegar ljóst varð af þessu slysi, hve hlýr nærfatnaður hefði getað verið örlagaríkur í slík- um tilfellum, hófust konur slysavarnadeildarinnar Sæljós handa um fjársöfnun og fram- kvæmdir til þess að allir bátar útgerðir frá Flateyri hefðu meðferðis í lífbátum ullarnær. fatnað, sem talinn er bezt hæfur til vamar vosbúð og kulda í hrakningum. Mim þetta vera frumkvæði í þessu efni, en S. V. F. f. hefir síðan unnið að því, að fá slíkan útbúnað lög- festan í alla björgunarbáta. Kvennadeild Slysavarnadeildarinnar Sæljós á Flafeyri hausfið 1967 varnamálin í Ijósi þeirra atburða, er öll- um þingfulltrúum voru i fersku minni. Eftir allmiklar umræður var samþykkt svohljóðandi tillaga frá Sigurjóni Ólafs- syni skipstjóra: Kosin sé 5 manna nefnd til þess að koma með ákveðnar tillögur í björgunarmálinu fyrir næsta Fiskiþing. Kjörnir voru í nefndina: Sigurjón Ól- afsson skipstjóri, Sigurjón A. Ólafsson formaður SR., Sveinbjörn Egilsson rit- stjóri, Benedikt Sveinsson alþingismað- ur, og Geir Sigurðsson skipstjóri. StarfaÖi nefnd þessi af miklu kappi og lagði yfirgripsmiklar tillögur fyrir 8. Fiskiþing í febrúar 1926. Lagði nefndin til að stofnaður yrði „Björgunarsjóður Islands" með stuðningi ríkisvaldsins um fjárframlög. Skyldi stjórn sjóðsins og björgunarmála fyrst um sinn falin for- seta Fiksifélagsins, skipaskoðunarstjóra og forstjóra Samábyrgðar Islands á fiski- skipum. Ekki mun Fiskifélaginu hafa orðið mikið ágengt í því efni að fá Alþingi til að samþykkja lög um Björgunarsjóð Is- lands. Hins vegar ákvað stjórn Fiskifé- lagsins vorið 1926 að ráða Jón E. Berg- sveinsson yfirfiskimatsmann erindreka félagsins í björgunarmálum, og var hann sendur til útlanda til þess að kynna sér þessi mál. Ferðaðist hann um Noreg, Danmörku og Sviþjóð, en aflaÖi sér jafnframt upplýsinga um skipulag þess- ara mála í ýmsum öðrum löndum. Gaf hann að ferÖalokum ýtarlega skýrslu um tilhögun þessara mála erlendis. Kom SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 19'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.