Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 34

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 34
í ljós, að í 9 löndum af 13, sem skýrslur náðu til, var björgunarstarfsemin rekin af sérstökum félagsskap, sem eingöngu beitti sér fyrir þeim málum, aS vísu sums staSar ríkisstyrkt. A aSalfundi Fiskifélagsins 14. marz 1927 var samþykkt svohljóSandi tillaga frá Jóni Bergsveinssyni: „Fundurinn telur mjög æskilegt, að stofnað verði sem fyrst Björgunarfélag íslands, sem helzt nái yfir allt landið eða hafi deildir í öllum landsfjórðung- um, og felur erindreka félagsins í björgunarmálum, að vinna að félags- stofnuninni og koma henni á fót.“ MeS þessari samþykkt var björgunar- máliS komiS á nýjan grundvöll. Mun Jón Bergsveinsson hafa átt í því mestan þátt. Hefur hann veriS minnugur hins ómetanlega starfs, er slysavamafélög í Englandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Nor- egi og fleiri löndum höfSu unniS, þar sem reksturinn var borinn uppi af fóm- fúsu starfi áhugafólks og frjálsum fram- lögum þegnanna. AS loknu mikilvægu starfi Jóns Berg- sveinssonar og nokkrum undirbúnings- fundum fyrir almenning var stofnfund- ur haldinn sunnudaginn 29. jan. 1928 í BárubúS í Reykjavík. Voru lög undir- búningsnefndar samþykkt, en í 1. gr. er nafn félagsins ákveSiS „Slysavarnafélag íslands". í fyrstu stjórn þess voru kosnir: GuS- mundur Bjömsson landlæknir, forseti, Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri, Magn- ús Sigurðsson bankastjóri, Sigurjón Á. Ólafsson alþingismaður, og Geir Sig- urðsson skipstjóri. Á fundinum gerðust stofnfélagar 128 manns, 114 karlar og 14 konur. Slysavamafélag íslands var formlega stofnað. Á fyrstu árum Slysavamafélagsins fór að sjálfsögu mikill tími og ómæld fyrir- höfn til útbreiðslustarfs, bæði bjá erind- reka þess og félagsstjórn. Það létti þó mjög þann róður, hve góðar viðtökur félagið hlaut hjá landslýðnum og urðu æ fleiri, sem lögðu hönd á plóginn og unnu ómetanlegt starf til eflingar sam- tökunum. Strax á fyrsta ári voru stofnaðar deild- ir út um land. Sú fyrsta í Sandgerði með 77 félögum og sú næsta í Flatey á Breiðafirði með 34 félögum. — Og um haustið deildir í Hafnarfirði, Hellis- sandi Eyrarbakka og Stokkseyri. Hlaupahjól fyrir sjómenn Á norska tankskipinu „Molda" nota skipverjamir hlaupahjól til þess að flýta fyrir sér við störf á dekki. Skipið, sem var hyggt á síðasta ári hjá Kiel Howaldtswerk- en, er 143.600 tonn að stærð. Það er 28f metrar á lengd, og hreidd þess er 42 m, svo að 100 metra kapphbupshraut er létt- vægt sport, en varla skemmtilegt fyrir þá, sem þurfa að sinna daglegum störfum, fram og til haka um skipið! Efling SVFÍ hélt áfram jöfnum og hröðum skrefum. — Nýjar sveitir voru stofnaðar, meðlimatala félagsins óx um 400—600 manns á ári; ýmsar tekjuöfl- unarleiðir voru reyndar og gengu flestar vel, vegna velvildar og skilnings almenn- ings á hinu mikilvæga starfi félagsins. Og eftir því sem félaginu óx fiskur um hrygg, skipulagslega og fjárhagslega, fór raunhæft slysavamastarf þess sívaxandi. Samkvæmt lögum SVFl gátu konur jafnt sem karlar orðið félagar þess. Þá er félagið hafði starfað í tvö ár og aflað sér trausts og vinsælda víða um land, datt erindreka félagsins, Jóni E. Berg- sveinssyni, í hug, að leita sérstaklega til íslenzkra kvenna um stuðning við félag- ið. Ræddi hann við tvær konur er stóðu framarlega í Bandalagi ísl. kvenna, þær frú Steinunni H. Bjarnason og ungfrú Ingu L. Lárusdóttir, tóku þær málaleitan hans hið bezta og hófu þegar undirbún- ing að deildarstofnun. Sunnudaginn 28. apríl boðaði undir- búningsnefnd til almenns fundar og höfðu þá þegar 75 konur skrifað nöfn sín á lista, sem stofnendur slíks félags, og voru lög samþykkt á fundinum og nafn félagsins ákveðið: „Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík. — Fyrstu stjórn skipuðu: Guðrún Jónasson formaður, Inga L. Lárusdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Jónína Jónatans- dóttir og Lára Schram. Þegar á fyrsta ári tókst deildinni að afla álitlegs fjár til slysavarnamála, og hefir deildin á því sviði unnið frábært starf á hverju ári síðan. — Strax næsta vetur gekkst deildin fyrir stofnun kvennadeilda í Hafnarfirði og Keflavík. Þegar skriður var kominn á starf kvenna í þágu slysavama, var sem deildimar spryttu upp af sjálfu sér í öllum útgerð- arbæjum. Hafa konurnar staðið mjög framarlega í starfinu, sýnt mikinn dugn- að, áhuga og fómarlund. Einkum hefir kvennadeildunum orðið mikið ágengt við söfnun fjár til starfseminnar, til kaupa á björgunartækjum, byggingu skipbrotsmannaskýla og í björgunar- skipasjóði. Á síðari árum hefir starfsemi félagsins færzt yfir á breiðari grundvöll, þar sem það heldur uppi víðtækri hjálparstarf- semi við björgun úr lofti og í landi, víð- tækri slysavarna-upplýsingastarfi og um- ferðarmálakennslu. Og þar sem síðari ára starfsemi félagsins er flestu lands- fólki kunn, verður hún ekki rakin hér, aðeins á það minnzt, að viðgangur Slysa- vamafélags Islands byggist sem hingað til á stuðningi þjóðarinnar við fómfúst starf allra hinna ótöldu manna og kvenna, er byggja upp starfsemina og að gæfuríkt brautargengi félagsins frá upphafi er árangur hins sívakandi skiln- ings alþjóðar á nauðsyn slysavarnastarf- semi í okkar harðbýla landi. S. V. F. I. telur 30 þús. félagsmenn, og innan þess starfa 205 deildir. Henry Hálfdánarson hefir verið framkvæmda- og skrifstofustjóri félagsins frá 1944 og Gunnar Friðriksson forseti þess frá 1960. I núverandi aðalstjórn þess eru: Árni Árnason gjaldkeri, meðstjómendur: Gróa Pétursdóttir, Baldur Jónsson, Ing- ólfur Þórðarson, Hulda Sigurjónsdóttir, Ámi Sigurjónsson. Meðstjórnendur frá landsfjórðungunum: Sigríður Magnús- dóttir, Vestmannaeyjum, frá Sunnlend- ingafjórðungi; Þórður Jónsson, Látmm, frá Vestfirðingafjórðungi; Egill Július- son, Dalvík, frá Norðlendingafjórðungi; Ámi Vilhjálmsson, Rvík, frá Austfirð- ingafjórðungi. 20 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.