Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 39

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 39
Frá fclagsfundi S. R. árið 1956. annafélags Reykjavíkur ur í Stýrimannaskólanum. Það er engum vafa bundið, að mikil hrifning hefir ríkt á fundi þessum. Hann stóð til miðnættis, og að honum loknum gengu 30 skútu- menn þaðan fylktu liði niður Skóla- vörðustíg frá veitingahúsinu Geysi, þar sem fundurinn var haldinn. Þeir sungu hinn magnaða uppreisnarsöng: „Vei þeim fólum, er frelsi vort svíkja." — Það kemur nútímamönnum ef til vill undar- lega fyrir sjónir, að skútumennirnir skyldu velja Islendingabrag Jóns Ólafs- sonar fyrir hersöng í fyrstu orustunni í stéttastríði íslenzks verkalýðs. Því kvæð- ið frá hendi höfundar var herhvöt til þjóðarinnar allrar gegn erlendri kúgun. Hins vegar áttu sjómennirnir sjálfir engan hersöng og þekktu þá ekkert til sósíalisma eða stéttabaráttu erlendis. — Reykjavík var á þeim tíma lítill bær, þar sem embættismenn og kaupmenn (sum- ir hálfdanskir) réðu öllu. Margir þeirra voru deigir í sjálfstæðisbaráttunni, eink- um kaupmenn, sem oft voru einnig út- gerðarmenn og þá um leið vinnuveit- endur sjómanna. — í verki viðurkenndu útgerðarmenn félagið sem samningsað- ila, þar eð það komst að samkomulagi við útgerðarmenn fyrir milligöngu skip- stjórafélagsins Öldunnar, enda þótt margir útgerðarmenn vildu ekki vita af tilveru þess. Um og eftir aldamót virðist stjórn- málaáhugi hafa farið vaxandi meðal fé- lagsmanna. Ein helzta framkvæmd Bár- unnar var bygging samkomuhúss í Reykjavík, er var fullgert árið 1900 og nefndist Bárubúð. A síðasta áratug fyrir fyrri heims- styrjöld hófst hér hin mesta og hrað- skreiðasta atvinnubylting í sögu lands- ins, með tilkomu togara og vélbáta. — Þegar leið að styrjöldinni tók þilskipa- útgerð mjög að dragast saman. Sjómenn sóttust mest eftir vinnu á togurunum, þar sem kjör voru betri. En um þetta leyti voru Bárufélögin svo að segja úr SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 2S.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.