Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 47

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Síða 47
ganga svo frá, að ekki yrði tjón af. Friðfinnur 1. stýrimaður fór aftur á ásamt Guðmundi Kristjánssyni bátsmanni, og þrátt fyrir mikinn ís, velting og erfiðar aðstæður gátu þeir bundið bátinn tryggilega við afturmastrið.------ Mennirnir á stjórnpalli sáu allt í einu, hvar skip var fyrir framan þá, heldur á stjórnborða. Skipið lá flatt fyrir og hafði sjó og veður á stjórnborðshlið. Friðfinnur sagði rórmanninum að leggja á hart í bak og hringdi á mestu ferð. Gulltoppi sló undan, og skipið rak fram hjá þeim í nokkurra feta fjarlægð. Það mátti ekki miklu muna. Skipið var með vinnuljós á þil- farinu og skipsmenn á Gulltoppi bjuggust við, að þeir væru að sjóbúa. Um þetta leyti hafði Sverre Smith loftskeytamaður sam- band við loftskeytamanninn á Leifi heppna. Jón Högnason fór aftur í loftskeytaklefann, og þeir ræddust við Gísli skip- stjóri Oddsson og Jón. Gísli sagði, að hjá þeim væri veðrið orðið svo slæmt, að þeir ættu í erfiðleikum með að verja skipið sjóum. Gulltoppur sigldi upp hrönnina og stakkst niður í öldu- dalina. Vilhelm vélstjóri varð að standa við stjómtæki vélar- innar og draga af, þegar skrúfan kom upp úr sjónum og rásaði, en veita síðan orkunni inn á vélina, þegar skipið hófst að framan á ný. Annar vélstjóri var áfram niðri, þótt vakt hans væri raunverulega lokið, og sama var um kyndarann. Þeir í brúnni sáu lítið út vegna byls og særoks, en skipið erfiðaði í sjóunum án þess þó að slá undan að ráði. Þeir sáu því ekki heljarbrotsjó, sem nú óð að skipinu. Þeir vissu það fyrst, að brotið skall á skipinu, á brúnni braut alla brúar- gluggana og fyllti stýrishúsið af sjó, og um leið féll skipið niður á bakborðshliðina. Þegar skipið skall niður, braut hlé- sjórinn gluggana hlémegin og beygði brúarvænginn gjörsam- lega inn að brúarþilinu. Stýrið rásaði, Sveinn Hallgrímsson hrasaði á það, og það hjó sundur á honum aðra augabrúnina. Báðir áttavitarnir, póláttavitinn og sá í brúarþakinu féllu nið- og brotnuðu. Jón Högnason skipstjóri hafði skroppið niður í íbúð sína og kom nú upp. Stiginn upp úr skipstjóraíbúðinni var bak- borðsmegin og nú gekk Jón hann alveg láréttan upp í stýris- húsið. Hann handfetaði sig að vélsímanum og hringdi á fulla ferð áfram. Niðri í vélarrúmi og kyndistöð hrötuðu mennirnir til, er skipið fékk áfallið. Nokkrar plötur úr gólfi kyndistöðvarinnar losnuðu og féllu út í síðu og sjór, sem var í botninum fór með boðaföllum um kyndistöð og vélarúm. Vilhelm svaraði vélsímanum og setti á ferð, en skipið hallaðist, og vélin tap- aði kælivatni, og hann varð að draga af. Hann flautaði upp og sagði skipstjóranum frá ástandinu. Þeir yrðu að stanza. — Frammi í hásetaklefanum voru flestir hásetanna sofandi. Þeir vöknuðu við vondan draum er skipið kastaðist til og nokkrir þeirra hentust fram úr kojunum, og um leið féll kol- blár sjó niður lúkarsstigann. Elzti maðurinn á skipinu, Sig- urður Pálsson, var vakandi. Hann flýtti sér að stiganum, ætl- aði upp, sennilega til að loka efri hurðinni, en um stund var sjóstrokan, sem fossaði niður, sterkari. Mennirnir flýttu sér í einhverjar spjarir og sumir í hlífðarföt og fóru upp. Þeir sáu, að skipið var gjörsamlega á hliðinni og sjór féll inn á lúgur aftar á þilfarinu. Þeir stóðu og héldu sér í hlé við hval- bakinn og ráðguðust um, hvað til bragðs skyldi taka. Þeir stóðu um stund, héldu sér og horfðu aftur eftir. Guð- mundur Asbjörnsson bauðst til að fara og hafa tal af Jóni skipstjóra. En að fara aftur eftir var ekki heiglum hent. Þótt skipið lægi gjörsamlega á hliðinni, lét Guðmundur það ekki aftra sér. Hann var með sjóhatt á höfði, stakklaus og á sokka- leistunum. öðru vísi en léttklæddur þýddi ekki að leggja í þessa ferð. Hann handfetaði sig svo hratt sem hann gat eftir stjórnborðslunningunni. Þeir fylgdust með honum félagar hans og mennirnir í brúnni. Sem betur fór skall ekki ólag á skipinu á meðan. Guðmundur komst upp í brú og kallaði til skipstjóra, hvort þeir ættu ekki að reyna að fara niður um netalúguna, fram við hvalbak, og reyna að moka til í lestun- um. Jón bað þá að gera það, en jafnframt að gæta lúgunnar meðan mennirnir voru niðri og skálka hana meðan verið væri að vinna í lestinni. Guðmundur lagði strax af stað fram eftir. Enn fór hann með lunningunni og flýtti sér eins og framast var unnt, en varð að neyta krafta til að halda sér, svo að rokið feykti honum ekki í sjóinn. Hann komst til félaga sinna, sem biðu ekki boðanna, opnuðu lúguna og fóru niður í lest. Hann sá, að þeir hófu strax vinnu við að moka saltinu og stilla upp borðum. Guðmundur Kristjánsson bátsmaður frá Hólakoti stjórnaði vinnunni.-------- Mennirnir, sem voru ^taddir aftur í, þegar brotsjórinn reið á skipið, fóru strax í kolaboxin. Þótti líklegt, að kastazt hefði á milli boxanna fyrst skipið lagðist svo gjörsamlega á hliðina. Það kom líka í Ijós, að allt hafði sópazt úr stjórnborðsboxinu yfir til bakborðs. Þeir tóku strax til við að kasta kolastykkjum yfir þilið, sem gengur upp af tunnelnum og aðskilur boxin, en fengu þau stundum til baka, og þetta verk var allt annað en auðvelt. Meðan skipið lá svona flatt eftir áfallið, braut brimið á botni þess, og öðru hvoru hvolfdust sjóir inn yfir stjómborðs- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.