Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 50

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 50
Björgun úr sjúvarháska Stjórn slysavarnadeildarinnar Hafdís á Fáskrúðsfirði, sem stofnuð var í apríl árið 1935, hefir sent blaðinu mynd frá Sjómannadeginum árið 1966 á Fáskrúðsfirði, þar sem fram fór afhending heiðursmerkja fyrir frœkilega björgun til skipverja á m.s. Hvanney. Þórólfur Friðgeirsson, Fáskrúðsfirði, skráði frásögn um þennan atburð í 25. sunnudagsblað Tímans árið 1966, og fylgir hún hér með. Hverfum aftur til dagsins 11. febrúar 1944, eða þar til fyrir liðugum 22 árum. Mikil útgerð var þá á Hornafirði og meðal báta, sem þaðan voru gerðir út, voru bátar frá Búðum í Fáskrúðsfirði, Bára, eign Árna Stefánssonar og Hvann- ey, eign Jens Lúðvíkssonar og bræðr- anna Þórarins og Stefáns Guðmunds- sona. Bára var 19 lestir að stærð, smíðuð af Einari Sigurðssyni árin 1934—35. — Hún var búin 50 ha. Skandia-vél. For- maður á Báru var Árni Stefánsson, vél- stjóri Kristján, bróðir hans, en hásetar voru þeir Jóhann Jónasson, Búðum, Ing- ólfur Jónsson, Þingholti, og Jón Árna- son. Hvanney var norskur bátur, 20 lestir að stærð, búinn nýrri 110 hestafla Grey- vél. Hún var smíðuð í Noregi árið 1913, eftir því sem næst verður komizt. For- maður var Jens Lúðvíksson, vélstjóri Jóhannes Michelsen, en hásetar Jón Stefánsson, Sandgerði, bróðir Árna og Kristjáns á Báru, Jón Finnbogason, Auðsbergi, og Aron Hannesson, sem nú er látinn. Bátar á Hornafirði höfðu búizt til róðra aðfararnótt 11. febrúar, en þar sem veðurútlit var slæmt, hættu sumir þeirra við að fara. Vertíð var nýhafin, búið að fara 3—4 róðra. 1 þessari ver- stöð var mikið kapp í mönnum og ötul- lega sótt, oft í slæmu veðri. Homafjarð- arós er ekki árennilegur í slæmu og oft alveg ófær. Þverbrýtur fyrir hann, þegar verst gegnir. Miklar grynningar eru þar úti fyrir, straumþungt, bæði vegna sjáv- arfalla og Hornafjarðarfljóts, sem fellur um ósinn með enn meiri þunga á útfalli en annars. Yfirmenn á Bám voru lengi vel óráðnir, hvort fara skyldi í róðurinn, en þó var lagt upp, þegar komið var fram undir birtingu. Tveir aðrir bátar höfðu róið, Svala frá Eskifirði og Sporð- ur frá Húsavík. Allt gekk vel á leiðinni út á miðin, þrátt fyrir veðrið, en á var suðvestan vindur allhvass með skörpum éljahryðj- um og sjóþungt. Ákvörðunarstaðurinn var út af Hornafjarðarskerjum um klst. sigling S.S.V. frá Hlein. Ekki fannst þeim félögum ráðgert að leggja alla lín- una, og eitthvað mun yfirlega hafa verið í styttra lagi. Línudrátturinn gekk vel, en afli var tregur. Siglingin heim á leið gekk áfallalaust í fyrstu, þó hægt væri á vél einu sinni eða svo. Eitthvað var rætt um það um borð að ganga vel frá öllu lauslegu. Við' öllu mátti búast, er nálgast tæki ósinn, en ekki virtist nein sérstak ástæða til að' vera með frekari varúðarráðstafanir en vant var. Hásetamir þrír vom í háseta- klefa, en vélstjóri og formaður í stýris- húsi. Þegar Bára er stödd á siglingaleið- inni SV frá Þinganesskerjum og nokkr- ar bátslengdir ófarnar af þeirri leið, sem varasömust er talin, sjá þeir, sem í stýris- húsi em, að mjög stór brotsjór tekur sig upp vestan við bátinn og stefna holskefl- umar er beint á hann. Formaður snýr í skyndi stefni Báru í sjó — þó ekki beint — heldur beitir hann bakborðakinnung í sjóinn, af ótta við að stýrishús og allt ofan þilja geti sópast brott með sjónum. Sýnt þótti, að ekki varð undankomu auðið. Þessi feikna holskefla, á hæð við siglutoppa Báru og íhvolf eins og þær verstar geta orðið, ógnaði með sínum ægikrafti, og hamingjan ein mátti vita, hvernig fara mundi. Báran mætir örlög- um sínum sterkbyggð, en lítil á nútíma mælikvarða, — eins og smáhnoðri í haf- rótlnu. Hún lyftist fyrst upp á brotið, en svo er eins og kippt sé undan henni skorðum og hún hafi engan flöt til að standa á. Hún snýst undan sjónum í stjórnborða en síðan með miklu afli á hliðina, svo siglutré nema við sjó. Hol- skeflan æðir yfir og allt hverfur sjónum manna. Rétt áður en brotið skellur yfir bát- inn heyra þeir, sem í hásetaklefanum halda sig, undarlegan háværan gný og finna að eitthvað er öðru vísi en á að vera. Þeir verða varir við að bátnum er snúið og slegið af vél, og einn hásetanna stekkur upp í lúkarskappann til að at- huga, hvað um er að vera. Þegar hann lítur út, er sjórinn í þann veginn að skella á bátnum. Hann sér, hvað að fer og finnst hyggilegast að forða sér sem fyrst niður aftur. Um leið og hann fer niður, sér hann að lóðabalar úr bakborðs- gangi hefjast á loft og eins og svífi í boga upp og yfir stýrishús bátsins. Síðan verður allt óljóst, hvað gerist. Allt laus- legt í hásetaklefanum fer á fleygiferð — það heyrist braka og bresta í tré. Nokkrir menn hafa fylgzt með ferð- um Báru frá því hún fór að nálgast landið. Menn eru staddir i Hvanneyjar- vita, í u. þ. b. 500 m fjarlægð frá þeim stað, er sjórinn reið yfir bátinn. Nokkr- ir menn eru staddir uppi á Miklueyjar- þúfu svonefndri, einum bezta útsýnis- 36 SJÓMAN NADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.