Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 58

Sjómannadagsblaðið - 26.05.1968, Qupperneq 58
Frá því á síðari hluta 15. aldar voru stundaðar hvalveiðar og jafnframt rostungs- og sel- veiðar í norðurhöfum. — Upphaflega voru það einkum Hollendingar, er stunduðu þessar veiðar, en síðar komu einnig tii Þjóðverjar, Englendingar, Norðmenn og Danir. — Líf þessarra hvalvciðimanna norðurhafa var háð miklu harðræði, og oft skammt milli lífs og dauða, í ofviðrum og ísreki, á smáum skipum með ófullkominn útbúnað, til baráttu við hinar risavöxnu skepnur úthafanna. HyalyeiSar í norðurhöfum Hvalveiðar hafa verið stundaðar hér við land á vissum tímabilum, fyrst að tilhlutan norskra manna, en hina síðari áratugi á vegum íslendinga, þær veiðar hafa að mestu leyti verið bundnar við hafsvæðið umhverfis landið, og hin síð- ari ár með tæknilegum útbúnaði af beztu gerð. En hvalveiðar er aldagamall útveg- ur meðal annarra þjóða, þótt nokkur um- skipti hafi verið að því á undanförnum öldum, hverjir hafi lagt mest kapp á þær. Norðmenn hafa lengst af frá upphafi vega stundað hvalveiðar, fyrst í norður- höfum, en eftir fyrri heimsstyrjöld hófu þeir ásamt fleiri þjóðum hvalveiðar í suðurhöfum. Við þær veiðar voru notuð stór móðurskip, sem gerðu að aflanum, en minni bátar voru notaðir til þess að veiða hvalina. Síðar bættust svo fleiri lönd í þessar veiðar og kvað þar mest 44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ að Japönum og Rússum, sem enn stunda þessar veiðar að nokkru, þrátt fyrir minnkandi afla og vaxandi kostnað, en Norðmenn hins vegar helzt úr lestinni, en stunda nú aðeins selveiðar í Norður- höfum, sem einnig er aldagamall út- vegur. Hinn víðfrægi brezki rithöfundur Basil Lubbock, sem ritað hefir fjölda bóka um siglingasögu Breta, svo sem „The last of the Windjammers", „The China Clippers", „The log of the Cutty Sark“ o. fl., hefir einnig ritað stórmerka bók um hvalveiðar Breta í Norðurhöf- um „The Arctic Whalers", er þar rakin saga þessara veiða frá upphafi til loka, og getið allra þeirra skipa er við þær fengust. Stærstu útgerðarbæirnir við þessar veiðar voru Hull, Aberdeen, Dundee og Peterhead, en nokkur skip voru einnig gerð út frá Fraserburg og Kirkcaldy. Til þessara veiða þurfti mikla karlmennsku og dugnað, og þó voru skipin skylduð til vegna ríkisstuðnings, að hafa nokkra unglinga með, er skyldu læra sjó- mennsku við þetta harðræði. Það var ekki heiglum hent að sigla í fyrstu á vélarlausum smáskipum um ókortlögð ókunn íshafssvæði, þar sem ofviðri og ísrek var, ásamt baráttu upp á líf og dauða við stærstu skepnur jarð- arinnar, af smábátum með handskutl- um, uppistaða tilverunnar. Margir skipstjórnarmenn þessara hval- veiðiskipa urðu frægir menn í siglinga- sögu lands síns og víðkunnir um allan heim, og enn lifa nöfn þeirra í landa- fræðisögunni, þar sem ýmsir staðir í Grænlandi og á norðurslóðum bera enn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.