Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Blaðsíða 23

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Blaðsíða 23
Þeir sem björguðust af Jóni forseta. ________________________________________________________________ Loftskeytastöðin í Reykjavík hafði þegar tilkynnt H.f. Alliance, eigendum togarans, það sem hafði skeð, og þeir hrugðið strax við til að gera út menn á strandstaðinn, sem var ekki auðhlaupið í þann tíð. Á Stafnesi voru allir gengnir til náða, er strandið har að. Sigfús Þorsteinsson bóndi að Hólakoti mun fyrstur allra hafa vaknað við eimpípublásturinn. Hann sá þegar hvers kyns var og beið ekki boðanna að vekja fólkið á Stafnesbæjunum, sem til náðist, og allir gerðu sér ljóst hvað í húfi var. Skipið leyndi sér ekki, þar sem það stóð alljósað á Stafnesrifinu fram undan vit- anum. Verið hafði rigningarsuddi um kvöldið en dró heldur úr rigningunni eftir því sem leið á nóttina, nema þegar skúrir riðu yfir. Voru strax miklar ráðagerðir með mönnum, hvað hægt væri að gera, og var þá fyrst farið að athuga um skipakostinn, en til- tækir bátar settir upp í Skiphólma, en þaðan er löng og erfið sjósetning, sérstaklega þegar lágt er í sjó eins og nú stóð á og svarta náttmyrkur. Menn voru ráðalausir hvað bezt væri að gera þá í skyndi. Eim- pípublástur skipsins varð veikari, ljósin á skipinu dofnuðu þangað til hvort tveggja dó út með öllu. Þar sem aflandsvindur var og ekki að sjá slæmt í sjóinn, var fólkið í landi að gera sér vonir um að skipbrotsmönnunum tækizt að bjarga sér af eigin rammleik til lands í skipsbátnum. Úti fyrir sást alltaf til ljósa af einhverj- um skipum. Þegar á nóttina leið var auðséð að skip voru tekin að safnazt saman á strandstaðnum. Jók það von manna í landi. Um birtingu komu þeir frá Reykjavík, Halldór Þorsteinsson og Jón Sigurðsson, útgerðarstjórar í Alliance h.f., sem voru eigendur skipsins, og fréttu mennirnir á staðnum þá fyrst að þetta væri togarinn Jón forseti, sem strandaður væri. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.