Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 28

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 28
getur valdið miklum erfiðleikum að fá nógu öfluga dráttarbáta eða önnur skip til aðstoðar við supertankskip, sem orðið hefur fyrir sjótjóni. Þá er mjög líklegt að miklum vandkvæðum geti verið bundið að fá nógu öfluga viðgerðarstöð nokkurs staðar nálægt, og loks verður vátryggjandinn að gera sér grein fvrir hvílík óhemju verðmæti liggja í sjálfum farmi skipsins ef þannig stendur á. Þegar fyrstu risaskipin fóru að sigla, var að nokkru um ágiskanir að ræða í vátryggingariðgjöldum, þar sem um al- gjört nýmæli var að ræða. En gert er ráð fyrir því, að tryggingarfélög um all- an heim taki þessi mál nú til endurskoð- unar og verulegrar hækkunar iðgjalda, með hliðsjón af þeim sjótjónum, sem urðu á 'fimm risaskipum í lok síðasta árs. 1 október sökk sænska skipið „Seven Skies“, 97.500 tonn, skammt frá Singa- pore. í nóvember sökk norska skipið ,,Silja“, 101.000 tonn, úti fyrir Marseille. í desember sökk brezka risatankskip- ið „Marpessa", 207.000 Dw., eftir að sprenging hafði orðið í skipinu úti fyrir V.-Afríku, þar sem það var statt í jóm- frúferð sinni. í desember urðu einnig eldsupptök eftir sprengingar í tveimur risaskipum úti f)trir ströndum Afríku. Það var Shell- skipið „Mactra“, 208.000 Dw. (systur- skip „Marpessa", bæði byggð í Japan), og í norska skipinu „Kong ffákon 7“, 220.000 Dw. Oll þessi sjótjón vöktu heimsathygli, og víðtækar rannsóknir látnar fara fram til þess að finna orsakir þeirra. Því það eru engar smáupphæðir sem hér er um að ræða. Ef reiknað er með að 200.000 tonna risatankskip kosti 1.2 milljarða ísl. króna, og það sé vátryggt fyrir þeirri upphæð, eru ársiðgjöldin af því 4—5% eða um 60 millj. króna. Og þó reiknað með eigin ábyrgð í allt að 15 millj kr. Hressileg tryggingariðgjöld Það þótti mikil'fenglegt þegar Japanir fóru að byggja 100.000 tonna tankskip, og síðan áframhaldandi að stækka þessi superskip upp í allt að 500.000 tonn. En ennþá er ekki látið staðar numið. — Evrópskar skipabyggingastöðvar hafa einnig farið inn á þá braut að byggja risaskip í samkeppni við Japani, þó að þeir séu enn fremstir á þessu sviði, þar sem þeir eru nú að hefja smíði tveggja skipa, sem hvort um sig verður ein milljón tonn að stærð. En það eru mörg ný viðhorf fleiri, en tæknilega hliðin á byggingu þeirra, sem skapast við tilkomu þessara risaskipa. Eitt er það sem snýr að vátryggingu þeirra. Af ýmsum ástæðum skapast ný áhætta fyrir vátryggingarfélögin. Ekki þannig að sigling þessara risaskipa sé áhættumeiri en annarra skipa. En það 200.030 tonna risatankskipið „Marissa“ á siglingu fyrir „Cape of good hope“ — fær póst og birgðir fluttar um borð með þyrlu. 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.