Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 30

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Side 30
Hermanni Hermannsssyni hefur rétti- lega verið lýst með svofelldum hætti í afmælisgrein: „Hann er hár vexti, fríður maður og föngulegur, prúður í allri framgöngu og allur hinn drengilegasti." Hermann á það til orðið að bregða sér bæjarleið síðan hann nálgaðist átt- ræðisaldurinn, ef eitthvert hlé verður á vinnslunni í frystihúsinu vestra, og ein- hvers staðar er verið að ferma bama- barn. Það er ekki að ófyrirsynju, að Her- manns Hermannssonar er getið í sjó- mannablaði, hann reri sjálfur langan róður og strangan, — það er stutt síðan hann hankaði upp, — og synir hans eru allir þekktir menn í íslenzka flotanum. Hermann sagði, að svo væri guði fyr- ir aðþakka, að enn gæti hann haft margt Krossnesi á Ströndum að Djúpi og byrj- aði snemma að róa á smákænum, eins snemma og ég man eftir mér að heita má. Eg fór líka snemma til róðra í Bol- ungavík, en þá orðinn fullgildur til verka, því að Inndjúpsbændur mönnuðu vel skip sín til róðra í Víkinni. Formað- ur varð ég ekki fyrr en ég keypti mér skektu 1917, en eftir það réði ég óslitið fyrir mínum farkosti bæði til sjós og lands. 1918 kvæntist ég og reisti viðar- bús í Ogurvíkinni, fyrir utan túngarð- inn í Ögri — það hús er nú í Hafnar- firði. Okkur hjónum fæddist ört börnin — ellefu böm á rúmum tuttugu árum — lifðu öll og tímgvuðust vel, er mér óhætt að segja. — ... Þröngt í búi, spyrðu. Það voru náttúrlega ekki neinar vellystingar á borð við það sem nú er, en matarskort- Hermann Hermannsson. OGUR-VIKINGURINN þarfara fyrir stafni en röfla um sjálfan sig, enda ekki nema sjötíu og sjö ára gamall. Flann fór því fljótt yfir söguna þessa stuttu stund, sem tal náðist af honum úr Reykjavíkurreisunni í apríl, þegar afli tregðaðist fyrir vestan. „Eg er Strandamaður í aðra ættina en frá Djúpi í hina, sem sagt hreinræktað- ur Vestfirðingur. Laust eftir aldamótin fluttist ég með foreldrum mínum frá ur var aldrei. Ég sótti víða til fanga, reri á haustin í Inndjúpið, inn að Borgarey, það er stífur tveggja tíma róður hvora leið úr Ögurvík — þá gekk fiskur í Djúpið, eiginlega allt árið, hvarf með snurruvoðinni — í straumlitlu vatni innfjarða, rótar hún upp leirnum og hann setzt í tálknin á fiskinum og kæfir hann eða fælir burtu — á vorin reri ég í Bolungavík, lá þar við í verbúð, það var alltaf til soðmeti, nýtt, saltað eða hert -r— á mínu heimili. Mér varð erfið- ara að afla mjólkurmatar og kjötmetis, því landnytjar hafði ég engar í Ögurvík. Land er þama lítið undir bú og ekki nema það sem liggur undir Ögurbúið, en þegar börnunum tók að fjölga varð ekki hjá því komizt að afla þeim mjólk- ur með öðrum hætti en þeim, að kaupa hana af Ögurbóndanum. Ég fékk mér belju og kom mér upp einum þrjátíu ám, heyjaði fyrir þessum bústofni hér og þar við Djúpið, eftir því sem ég gat fengið slægjur — og flutti heim á ára- báti mínum — það tók mig mánuð að heyja með þessum hætti ... ég hafði gott vinnuþrek í þá daga, og var nú svo sem ekki einn að baksa, heldur hafði ég konu við hlið mér ,sem ég gat treyst ... ... Þeir urðu okkur hjónunum stund- um stuttir dagarnir og oft var háttað seint en risið snemma ... ... Og fáar þær stundir, sem manni féll verk úr hendi. ... Því var það, þeg- 16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.