Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Síða 45

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1970, Síða 45
og lágu hálfdauðir af vosbúð og kulda undir þóftu og veittu enga mótspyrnu. Öðru hvoru lentu þeir í rekís, en bátinn rak fyrir vindi. Bátverjar jusu máttvana, úrvinda af þreytu og örvæntingarfullir eftir hina hræðilegu nótt. Rhodes stýri- maður sat hreyfingarlaus í skutnum. — Holmes útbýtti blautum kexhelmingum og sopa af vatni af litlum birgðum. Síðan fór hann að fást við neyðarseglið að nýju. Það gekk illa að festa árinni, sem átti að vera mastur, og teppin, sem nota skyldi sem segl, rennblaut og þung. „Skip! Guð minn góður, það er skip!“ Hás rödd Holmes titraði. Hann reisti við árina og teygði sig upp til að festa tepp- inu efst á toppinn. Hann þreif sjal af öxl- um eins kvenfarþegans og veifaði því eins og óður maður yfir höfði sér, og skipaði furðuslegnum hásetunum að snúa bátnum. Úttaugaðir mennirnir lögðust á áramar af öllum krafti, um stund bar ísjaka milli þeirra og skipsins. Frá sér numdir af fögn- uði höfðu farþegarnir risið upp meðan jakarrn bar fyrir. „I guðs bænum, leggist strax niður!“ hrópaði Holmes, „ef þeir sjá hvað við erum mörg, geta þeir átt til að sigla í burtu og láta eins og þeir hafi ekki séð okkur.“ — Kvenfólkið lagðist niður undir kjöl í bátn- um, skjálfandi af kulda og geðshræringu, en hásetarnir réru eftir mætti í áttina að skipinu, sem reyndist vera seglskipið „Crescent" á leið til Le Havre. Skipverjar höfðu komið auga á bátinn og breytt stefnu til að bjarga þeim. Þegar til Le Havre kom, fréttu skip- brotsmenn að Harris skipstjóra og mönn- um hans hefði verið bjargað, eftir að hafa verið sex daga í bátnum, þá matarlausir, hrjáðir og vonsviknir um björgun. Einn hásetanna var svo aðfram kominn af vos- búð og kulda, að hann lézt eftir að komið var að landi. Að nokkrum mánuðum liðnum komust skipbrotsmennimir loksins til Philadelphia, þar sem Holmes háseti var ákærður fyrir manndráp, einkanlega á Francis Asken. Engir aðrir voru ákærðir. Réttarhöldin, sem hófust réttu ári eftir að William Brown fórst, vöktu mikla at- hygli. Sækjandi málsins var George M. Dallas, sem siðar var kjörinn varaforseti Bandaríkjanna, og borgin Dallas er heitin eftir. David Poul Brown læknanemi, sem síðar snéri sér að leikritun og lögfræði, var skipaður verjandi. Vegna eðli málsins, geðshræringar fólks, og hversu viðkvæmt mál var hér á ferð- inni, bannaði dómarinn að láta nokkuð uppi í sambandi við það, fyrr en vitna- leiðslum og rannsókn væri lokið. Vitni, sem ásökuðu Holmes, vegna dauða Askens, réðu miklu um úrslitin. En eins og Brown margbenti á, þá var það Holmes, Hollenzka skipið Amsterdam sökk úti fyrir strönd Sussex áriS 1748. Þa8 var á leið til Austur- Indía með silfur og frönsk vín í farmi sínum, en fárst þarna í fressari ferð. Nú hefur skipið fundizt að nýju, og fornfræðingar hafa undanfarna mánuði unnið að því að grafa upp úr f>ví. Megnið af silfrinu hefur fundizt og verið bjargað í land. Hvernig farið hefur um frönsku vínin er ekki kunnugt, en það er mjög vafasamt að þau hafi þolað þessa löngu geymslu á hafs- botninum. Við upp gröftinn hafa einnig fundizt ýmsir smá munir (sjá mynd) í skipinu. Sagan segir ástæðwui fyrir hinum hrapallegu örlögum skipsins hafi verið pest, sem kom upp í skipinu. sem bjargaði þeim, er af komust, með þeim ráðum, sem til voru til björgunar. Þetta þrumaði Brown, sannar, að ásetningur hans var alltaf sá, að bjarga því sem bjargað varð. Þrátt fyrir glæsilega vörn, var Holmes dæmdur sekur. En málsvörn Browns varð þó ekki tilgangslaus, og til marks um það, var Holmes aðeins dæmdur í sex mánaða fangelsi og 20 dala sekt. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, fór hann aftur til sjós og hefur aldrei spurzt til hans síðan. Leikritaskáld hafa marg oft glímt við að draga upp mynd af því, sem gerðist í bátnum. — Þótt rétturinn teldi Holmes lagalega ábyrgan að dauða 17 manna, þá er hinni siðferðilegu ábyrgð ekki auð- svarað. Átti Holmes að óhlýðnast öllum fyrir- skipunum Rhodes stýrimanns og treysta á að allt blessaðist? Átti hann að henda nokkrum hásetum útbyrðis, og taka þar með áhættuna á því, að reynsla þeirra og kmmátta væri einskis verði, þegar svona stóð? Átti hann að eyða tíma í að varpa hlutkesti og þar með að eiga á hættu að uppreisn brytist út í bátn- um? Sem hefði getað orsakað, að bátnum hvolfdi? En stillum spuminginmi upp á einfald- asta mannlegan máta: Hvað hefðir þú gert? (Þýtt úr Compas: M. Þorsteinsson). SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 3l

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.