Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 27
Zhmwur
bjorgunar-
bátar
NY Þ JONUSTA
‘Eigiðþið viðurfmrtda neyðcur-
6auju.
‘Pá sjáum við um að setja fiana
í óátinn.
Hafið samband
SKRISTJAN 0.
SKAGFJÖRÐ HF
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
25
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS
- LOKSINS -
Jæja, loksins komu þeir því i
verk, — er kannski það fyrsta
sem sjómönnum kemur í hug
begar þeir lesa það í blaði sínu að
Sjóminjasafn íslands sé komið á lagg-
irnar. Það er langþráður draumur
forustumanna í sjávarútvegi og sigl-
'ngum að stofna til sjóminjasafns og
hefja skipulega söfnun sjóminja. Og
auðvitað er það þjóðarskömm að það
skuli ekki fyrir Iöngu hafa risið sjó-
minjasafn í þessu landi þar sem allt
byggist á sjósókn. En nú semsé hefur
draumurinn ræst — og þá fárast
nienn ekki yfir því sem liðið er held-
ur horfa fram á veginn og vona að
það verði hlúð sem best að hinu ný-
stofnaða safni.
Sjóminjasafn íslands opnar í svo-
nefndu Bryde-pakkhúsi í Hafnarfirði
á sjálfan Sjómannadaginn í ár og
verður opið daglega í allt sumar.
Húsakynni safnsins eru tvær hæðir
og ris og eru sýningarsalir á báðum
hæðunum en geymsla og aðstaða til
fyrirlestra halds og myndasýninga í
risinu. Sjóminjasafnið verður fyrst
um sinn sérstök deild í Þjóðminja-
safni íslands og hlutverk þess er „að
safna munum, minjum og hvers kon-
ar heimildum, er snerta íslenskan
sjávarútveg og siglingar, varðveita
slíkt og hafa til sýnis almenningi.“
Það er Gils Guðmundsson, rithöf-
undur og fyrrum alþingismaður, sem
er formaður sjóminjasafnsnefndar og
fórust honum svo orð í stuttu viðtali:
„Okkur langar til að gera þetta að
skemmtilegu og lifandi safni. Við
verðum í framtíðinni ekki með fastar
sýningar nema að litlu leyti og það
gerum við meðal annars til þess að
skólafólk geti komið hingað á hverju
ári og þá jafnan séð eitthvað nýtt. Á
fyrstu sýningunni leggjum við aðal-