Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 34

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 34
32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Milli vertíða færði hún honum kaffi á stokkinn á sunnudagsmorgna og þegar hann hafði drukkið það og fengið sér í nefið, spurði hann hvort hún ætlaði ekki að hvíla sig ögn lengur sem hún ævinlega játaði. Það fannst henni fyrstu árin að þetta hefði mátt vera oftar. Margrét var helzt á því, að eitthvað meira en lítið hefði komið fyrir bónda hennar um borð í túrnum. Af hverju var skipið komið inn? Hún vissi, að það myndi lítið þýða að spyrja Jón í því ástandi, sem hann var og ákvað að bregða sér í hús skammt frá, þar sem heima átti skipverji af Jökli. Hún bjó til þá sögu, að maður sinn hafi verið sofnað- ur, þegar hún kom úr búðinni og það sé óvenjulegt, hvort maðurinn viti til að Jón hafi verið lasinn? Nei, maðurinn vissi ekki til þess, þeir höfðu fylgzt heim og komið sér saman um að nota daginn til að sækja kola- poka, sem þeir báðir áttu geymda út við kolaport og draga þá heim af því að það var svo gott sleðafæri. Nei, það var alls ekki hægt að merkja lasleika á Jóni, hann hefur bara verið syíjaður, kallinn, þeir höfðu verið uppi þennan rúma sólarhring, sem þeir voru á veiðunum, áður en damprörið bilaði, og svo hafði Jón átt stímvakt á landleið og því verið ósofinn. Margréti létti lítið við þessar fréttir. Það hefði verið skárra, fannst henni, að fá einhveija skýringu, eðlilega orsök fyrir háttalagi manns hennar, svo sem slys um borð eða einhverja aðra skiljanlega uppákomu, sem hefði skýrt málið. Það var ekki annað fyrir hana að gera en bíða og sjá hvort ekki bráði af manninum. Hún bannaði börnunum að fara upp til föður síns, sagði hann hafa lagt sig inni í þeirra herbergi. Margrét læddist sjálf uppí stigann annað veifið um daginn, lyfti hleranum varlega og gægðist upp, en það var enga hreyfingu hægt að merkja á Jóni. Þannig leið dagurinn að brottferðartíma. Hún stóð við eldhúsbekkinn, þegar Jón kom niður. Hann leit ekki við henni heldur gekk rakleitt framí bíslagið og klæddi sig þar í utanvinnu föt sín. Þegar Margrét sá, að maður hennar myndi ekki ætla að yrða á hana, gekk hún fram til hans, hann var þá rétt að fara útúr dýrunum: „Ætlarðu ekki að kveðja mig Jón.“ Jón sneri sér við í dyrunum og horfði á hana og virtist nú með réttu ráði í augunum. Hann sagði þessi undar- legu orð: „Lengi skal manninn reyna — Togarinn Jökull hélt vestur. Þeir voru famir að nálg- ast Látrabjargið, þegar Jón þögli kom upp á stímvakt um nóttina. Hann leysti af við stýrið en vaktfélagar hans tveir fóru aftur í að fá sér bita. Stýrimaðurinn var í brúnni. Þar var myrkt nema glæta frá kompásnum og þar ríkti þögn eftir að Jón þögli hafði tekið við stýrinu, því stýrimaðurinn var heldur ekki neinn málsskrafsmað- ur. Hann stóð við opinn glugga stjómborðsmegin og var farinn að hafa áhyggjuraf siglingunni. Hann vildi fara að sjá Bjargið eða Bjargtangavitann. Það sá ekki út fyrir borðið fyrir náttmyrkri og byl, vindur þó ekki meira en stinningskaldi en dálítill sjógutlandi. Það var búin að ríkja löng þögn í brúnni þegar stýrimaðurinn hrökk upp- úr hugsunum sínum um Bjargið og vitann við það, að sagt var fyrir aftan hann rámri rödd: „Hvað heldur þú, stýrimaður, að sé framundan hinu megin?“ Stýrimaður þessi var maður skjótráður bæði í orði og verki og þar sem hann var nú ekki að hugsa um eilífðar- málin rétt þessa stundina, reyndar var hann einn þeirra manna sem var allur í því lífi sem hann lifði, svaraði ^ hann að bragði: „Það veit ég ekkert um, Jón. Ég er að hugsa um, hvað sé framundan skipinu. Ef það er Látrabjarg, þá færðu svarið fljótlega.“ Þau urðu ekki fleiri þeirra orðaskipti, því að nú kom annar vaktfélaga Jóns upp og leysti hann af, svo hann gæti farið afturí að fá sér snarl. Þeir náðu Bjargtangavitanum og breyttu stefnu vestur á Hala. Það var ekki fyrr en þangað kom og átti að fara að kasta, að menn urðu þess varir, að Jón þögli var ekki lengur um borð. Þau höfðu orðið að þola það mörg hafnfirzku heimil- in, ekki sízt á skútutímanum á undan togurunum, að það kæmi skip í höfn með flagg í hálfa stöng. Húsfreyjan í Jónsbæ tók hvarfi manns síns stillilega, eins og við mátti búast af þeirri konu. Bömin grétu, telp- an við barm móður sinnar en drengurinn úti í íjárhús- kofa, því hann var að verða karlmaður. Ekkjur höfðu ekki tíma til að leggjast fyrir í sorg á þessum árum og lífið gekk sinn gang. Bömin sinntu skólanum og hjálpuðu móður sinni við skepnurnar og búsýsluna. Heimilishagir breyttust ekki frá því sem venjan var, þegar húsbóndinn vará sjónum, ef ekkjunni tækist að halda heimilinu sam- an, nema allt varð naumara í fæði og klæðum. Skipsfélagar Jóns voru ekkert að fjasa um þetta slys, en sögðu þó, að þeim þætti það heldur dularfullt, að jafn vanur maður og gætinn og Jón var, félli fyrir borð í ekki verra veðri en var, en bættu jafnan við, að það hafi þó verið rysjuveður og heldur slæmt sjólag og skipið látið illa, og þá þurfti náttúrleg ekki mikið til að menn hrykkju útbyrðis, þegar þeir voru að klúngrast um skipið í svarta myrkri á stímum. Það hafi nú ekki þurft annað til en hann hafi ætlað að fara ganginn, þegar hann kom af vaktinni, sýnzt það óhætt, en svo hafi skipið tekið inná sig óvænt og þó ekki væri mikið að veðri, þá gat kvika, sem skipið á fullri ferð tók inná sig í ganginn. skolað manni fyrir borð. „Þetta gat vissulega allt hafa gerzt með eðlilegum hætti, en undarlegt samt um mann. eins og hann Jón.“ Þótt sjómennimir hefðu þannig allan fyrirvara á um undarlegheitin þá varð þetta umræðuefni fólks í plássinu. Slys eru þess eðlis. Það spurðist, hver hefðu verið síðustu orð Jóns og Margrét kona hans lét þau orð falla, að Jón rnuni hafa fundið á sér feigð, hann hafi ekki hegðað sér eins og venja hans var daginn, sem hann fór út. Jú, jú, fólk vissi það svo sem, að menn hög- uðu sér oft undarlega skömmu fyrir voveiflegan dauð- daga. Hvað var ekki með hann Guðmund sáluga á henni Heru. Þessi maður, sem alltaf var fyrstur á dekk, sezt hann ekki niður, þegar vaktfélagar hans fara upp og fer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.