Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 40
38
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Steingrímur Bjarnason.
daginn eftir á skrifstofu borgarverk-
fræðings og sagðist skyldi byggja, —
en svaraði fáu til um fjárhagsgetuna.
Þá tók við næstum þriggja ára bið
eftir því að málið gengi sinn gang í
kerfinu, en loks vorið 1971 var hægt
að hefjast handa. Karl Kristinsson,
eigandi Björnsbakarís, gekk til liðs
við Steingrím og keypti aðstöðuna
fyrir bakarí í húsinu. Telur Stein-
grímur að það hafi ráðið miklu unr
að honum auðnaðist að ljúka við
húsið. Húsnæðið undir bakaríið er
eina plássið í Grímsbæ sem Stein-
grímur á ekki sjálfur.
Strax haustið ‘71 var húsið fokhelt
og allan veturinn var unnið inni í
húsinu. Þann 21. júlí 1972, fjórtán
mánuðum eftir að byrjað var á
grunninum, var matvörubúðin opn-
uð og Grímsbær vígður. Síðan komu
þær koll af kolli, verslanirnar, og um
haustið flutti Steingrímur fiskbúð
sína úr Hólmgarði yfir í Grímsbæ.
Nú eru fjórtán fyrirtæki með starf-
semi í húsinu sem er tvær hæðir og
alls um 1400 fermetrar.
Svefntimi Steingríms var ekki
langur meðan Grímsbær var að rísa:
farið í býti að smala saman fiski,
unnið allan daginn í fiskbúðinni, svo
strax í húsbygginguna um kvöldið og
unnið þar fram á nótt. Og enn tekur
Steingrímur daginn snemma til að
sækja fisk og vera kominn í tæka tíð
að opna fiskbúðina klukkan níu.
Rekstur Grímsbæjar geymir hann í
kollinum; Steingrímur Bjarnason á
hvorki skrifstofu né skjalatösku!
J.F.Á.
FRÁ HRAFNISTU í
HAFNARFIRÐI
0 W ■ ' jx JjSa T /
’Á ^Si . jl. 1 yjm/gÁz /b '\ /