Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 44

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 44
42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ hólkvíður samfestingur úr skotheldu kakí ellegar poka- legar smekkbuxur úr skotheldu nankini; hvítbotnaðir gúmmískór á lappakrílin. Því var það að þegar þýska lystiskipið kom á vorin að skjóta farþegunum á land að þeir mættu skoða þá innfæddu, þá varð ekki þverfótað á bryggjunni fyrir renglulegum sköllóttum krökkum með rassinn á milli hnjána; en þegar lystiskipið kom aftur að hausti að leyfa öðrum farmi af gapandi túristum að býsnast yfir lifnaðarháttum innbyggjanna, þá stóð allt á beini á aumingja krökkunum. Við vorum að pakka saltfiski í Kína þegar ég varð ást- fanginn í fyrsta skipti. Bretinn kallar það hvolpaást þeg- ar börn fá svona hjartslátt. Ætli við daman höfurn ekki verið svosem ellefu tólf ára og þetta var frumraun okkar í pökkuninni. Einsog títt er um hvolpaást stendur hún ennþá ljóslifandi fyrir mér, sú eina. Hún var með indæl- an munn og spennandi nef og þónokkur augu og töluvert undirleit einsog hæfði stundinni. En það er samt út- gangurinn sem er mér minnisstæðastur. Hún var í af- lóga mussu sem eflaust hafði einhverntíma verið spari- flík en að auki hafði fólkið hennar af lofsverðri um- hyggju fyrir nýju arðbæru lúkunum hnoðað henni inní allar peysur heimilisins að best varð séð og vöðlað síðan utanum tróðið stagbættum verkamannafötum af honum stóra bróður eða henni stóru systur: nógu stór voru þau svo sannarlega. Það var kalt í Kína. Hvern hefði órað fyrir því þá að hálfum mannsaldri seinna, þegar ástin mín var áreiðanlega orðin margföld amma, þá hefði hún allsóbangin getað draujað sér einsog hún stóð þarna á Árbæjaruppákomu einhvers sendiherrans og ekki ein- asta þótt skrambi fín og elegant (nerna kannski lyktin) heldur beinlínis glæsileg? Kína var eftir á að hyggja ekki flennistóra skellan á landabréfunum þarsem fólkið með pungdregnu augun býr búi sínu. Þetta Kína var bara bárujámsgímald úti í Vestmannaeyjum sem hafði eigin- lega verið gefið þetta nafn til þess að skensa eigandann eða að minnstakosti að stríða honum. Það þótti svona fáránlega stórt, þetta mannvirki, að menn höfðu enga trú á því að það mundi nokkurntíma nýtast að fullu. í fyrrgreindri verkalýðssögu séra Gunnars bera per- sónurnar hlutverkin utaná sér — og þarmeð innrætið líka í augum höfundar þóað það sé kannski dálítið und- arlegt. Sómafólkið, sem er stritfólkið, birtist okkur í beinhörðum hraðsaumuðum nankins- eða kakíleppum, en ófétin, sem eru atvinnurekendumir og ætla það vitan- lega lifandi að drepa, leika sínar rullur í lungamjúkum skraddarasaumuðum spariflíkum. Konsúll sem hefði birst á almannafæri á þessum árum í svokölluðum vinnufötum hefði vægðarlaust verið sendur í afvötnun; bankastjóramaddama sem hefði orðið uppvís að svipuðu athæfi hefði einfaldlega verið afgreidd á Klepp. í sögunni um vonda fólkið og góða fólkið hins prestlærða bylting- armanns tekur verkalýðshetjan Palli í Bjamaborg (klæddur viðeigandi grodda að sjálfsögðu) hana Öglu okkar afsíðis og lýsir fyrir henni verkfallinu sem hann hafði verið svo lánsamur að rata í fyrir norðan. „Þú hefðir átt að sjá verkakonumar á Siglufirði í fyrra,“ hrópar hann í fögnuði sínum — „þú hefðir átt að sjá verkakonurnar á Siglufirði í fyrra, þar sem þær stóðu með okkur í bláum verkamannafötum . ..“ Reyndar var einkennisbúningur hins dæmigerða stór- bokka alveg jafneindreginn: áferðarsléttur svartur frakki með flauels- eða loðkraga; virðulegur hattur; forláta manséttuhnappar; mikillfengleg úrfesti yfrum belginn; silfurbúinn göngustafur; spegilfagrar skóhlífar þegar svo stóð á eða gallosíur einsog það var fullteins algengt að kalla þennan fótabúnað; frúin í pels ef það var gjóla; og hann Óli minn Maggadon flaggaði grútskítugum böggl- uðum hörðum hatti yfir þöndum neftóbaksnösunum og var stundum á sjakket sem einhvern hafði laumað að honum en sú flík hefur sem kunnugt er löngum verið vinnugalli útfararmeistara og svo þeirra embættismanna okkar senr eiga erindi við kónga og þannig hágöfgir. Nú ætla ég að hinir fordildarlausari á meðal okkar einsog varpi öndinni léttar og segi sem svo að það sé guðsþakkarvert að við skulum þó vera laus við þennan bölvaða hégóma. En bíðum við. Ef syndin er lævís og lipur þá er tískan ekki síður slæg. Ég sé ekki betur af myndunum af tískuherrunum sem ganga núna ljósum logum í glanspappírstímaritunum okkar en að harði flibbinn, þessi ógnvaldur fermingardrengsins þegar ég var að vaxa úr grasi. hafi aftur verið hafinn til vegs og virðingar. Auk þess getur hégómaskapurinn (ef það er rétta orðið yfir fyrirbærið) byrjað að snúast öfugt — ef það er rétta orðið yfir þróunina. Fyrir hálfum öðrum áratug eða svo, þegar vinnufata- og herklæðaaldan reis sem hæst var ekki nóg að spranga um í kúrekalegum gallabuxum eða vígalegri hermannatreyju: menn kapp- kostuðu líka að vera það sem ég vil kalla vandlega druslulegir, og áferðin á búningnum þurfti þar af leið- andi að rninna á útigangshross á óvenjuhörðum vetri. Og þá gerðist það sem líklega á sér ekkert fordæmi í gervallri heimssögunni þóað margt sé nú brallað í þessum bransa. Framleiðendurnir byrjuðu bara að ausa yfir mannskap- inn burum og brókum sem höfðu verið svo hugvitsam- lega meðhöndlaðar í vélunum að þær voru þegar orðnar slitnar og snjáðar og sómasamlega upplitaðar þegar þær komu á markaðinn. Er nokkur furða þóað ég hafi sagt hér í upphafi að þetta sé orðið ansi fiókið, þetta með fjaðrimar? Öll vitleysan er semsagt fjarri því að vera eins á þess- um vígstöðvum fremur en öðrum. Og stundum þó. Sum herjans vitleysan virðist aldeilis ódrepandi. Ríkið heldur til dæmis uppteknum hætti að skilja sauðina samvisku- samlega frá höfrunum — búa til einskonar sparifólk eða ofurmenni — með því að hengja glingur á suma sauðina svoað það fari nú ekkert á milli mála hverskonar sauður sé þar á ferð. Ég á ekki við afreksmerkin sem menn fá fyrir hetjudáðir á sjó eða landi, fyrir hina sönnu fómar- lund: ég á við dinglumdanglið sem við köllum í daglegu tali orður eða krossa eða jafnvel stjömur. Þetta er ná- kvæmlega samskonar pjátur og við sjáum á bílunum sem eru líka auðkenndir með skjaldarmerkjum og mont- rassalegum krómuðum áletrunum þarsem sumir hreykja sér af því sem kunnugt er í bak og fyrir að þeir séu sjálf- skiptir hvorki meira né mipna eða með fimm gíra eða af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.