Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 49

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 49
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 47 Guðmundur Hallvarðsson Á LÍÐANDISTUND OG HORFT TIL FRAMTÍÐAR egar þessar línur eru settar á blað, undir lok aprílmánaðar, kemur boðuð vinnustöðvun hjá hásetum á kaupskipum til fram- kvæmda innan fárra daga. Settar eru fram tvær kröfur: annarsvegar að mánaðarlaun hjá háseta á býrjunar- launum hækki úr kr. 20.178 í 27.000 og hinsvegar að álag yfirvinnu hækki úr 60% í 80%. Krónutölulega séð eru mánaðarlaun háseta ekki há og þá er ekki farið fram á stórt þegar haft er í huga fjarveruna og þá staðreynd að sjómenn eru fangarsíns vinnustaðar. I vaxandi hraða nútímaþjóðfélags eru gerðar meiri kröfur til vinnu- framlags hvers einstaklings og á þetta einkum við um sjómenn og umbjóð- endur þeirra hafa látið undan þrýst- ingi m.a. útgerðar með fækkun í áhöfn og þá litið fyrst og fremst til þeirrar peningaupphæðar sem í launaumslagið kæmi vegna manna- fækkunar urn borð. Ekki hefur það þá alltaf verið ígrundað hvað hið aukna vinnuálag gefur í raun í aðra höndina tekjulega, að ekki sé minnst á heilsufarslegu hliðina. Það sem hér á undan hefur verið sagt tengist þeim áfanga í lífeyris- sjóðsmálum sem náðist í kjarasamn- ingurn 1981, þ.e. að sjómenn njóti ellilífeyris 60 ára eftir 25 ára starf á sjó. Rök fulltrúa sjómanna voru þau m.a. að vegna mikils vinnuálags svo og þeirrar staðreyndar að sjómenn eyddu 25% meiri orku við vinnu sína en sá sem hefur fast land undir fótum réttlætti það að þeir nytu Iífeyris fyrr en aðrir. í lauslegri athugun hjá líf- eyrissjóði sjómanna eru nú um 35% þeirra sem eru á lífeyri, á aldrinum 60—65 ára. Flestir þeirra eru í starfi enn sem sjómenn, en hafa þó minnk- að sjósókn sem nemurtekjuaukningu hjá lífeyrissjóðnum. Eitt er það sem ekki hefur komið fram vegna lækkunar lífeyrisaldurs sjómanna og það er að þeir njóta að sjálfsögðu allra réttinda sem lífeyris- þegar njóta í lægri greiðslum vegna lylja- og læknishjálpar. Ljóst er hvað áhrærir fjölda manna í áhöfn kaupskipa og fiskiskipa, þá verður sú samsetning áhafnar sem al- menn er á íslenskum skipum í dag að athugast gaumgæfilega áður en nokk- urt spor er stigið í átt til frekari fækk- unar í áhöfn vegna þess vinnuálags sem nú eralmennt orðið til sjós. f kjaradeilu farmanna 1979 sem lauk með Iagasetningu þáverandi rík- isstjórnar þessa efnis að kjaradóm- ur skyldi vega og meta til íjár fjarveru og einangrun farmanna í starfi sínu voru nokkrarvonirbundnarviðdóm- endur og reiknað með að nú kæmi til lausnar mikið ágreiningsatriði sem um langan tíma hefur ríkt í milli út- gerðar- og sjómanna vegna peninga- legs mats þessara atriða. Því miður treysti kjaradómur sér ekki til að meta fyrmefnd atriði til fjár, en þess vegna mega fulltrúar sjómanna ekki láta þessa kröfugerð falla í gleymsk- unnar dá. Launþegar við virkjunar- framkvæmdir fá þessa greiðslu, því ekki sjómenn? * Vissulega er erfitt um vik þegar horft er til framtíðar svo ör þróun tækniframfara hefur átt sér stað á undanförnum árum. Sé litið til fiskveiða er augljóst að sú bylting sem orðið hefur um borð í fiskiskipum á tækjum og búnaði er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.