Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 54

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 54
52 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Þú átt að skrifa bók um svona at- burði, Sveinn, svo að þeir varðveit- ist.“ Það má segja að þessi áskorun ívars hafi orðið kveikjan að minni bókagerð. Ég hætti í bili að skrifa fyrir blöð og tímarit — og gerði það að tóm- stundaiðju minni að skrifa bækur. Fyrstu bókina, í brimgarðinum, fullkláraði ég í september 1964, en þá skall á prentaraverkfall sem frestaði útgáfunni um eitt ár. Það var Setberg sem gaf bókina út. Ég hafði talað við nokkra útgefendur sem höfðu hafnað bókinni en var loks bent á Arnbjörn Kristinsson í Setbergi sem einstakan heiðursmann og góðan útgefanda. Viðtökurnar við fyrstu bókinni urðu mér hvatning til að halda áfram. Arnbjörn lét prenta að mig minnir 2500 ein- tök af bókinni og þótti sumum kollegum hans í út- gefendastétt það nú full mikil bjart- sýni, en reyndin varð sú að bókin var gjörsamlega uppseld Fimm dögum fyrir jól. Fyrir Arnbjörn í Setbergi skrifaði ég sjö bækurá átta árum. Jú, það var mikil vinna meðfram fullu starfi. Á þeim árum hætti ég venjulegast á skrif- stofunni klukkan fimm á daginn og þá fór ég beina leið upp á Landsbóka- safn að kanna heimildir eða í viðtal til heimildar- manns, síðan heim um sjö-leytið, hlustaði á útvarpsfréttir yfir matn- um, en lokaði mig svo af og skrifaði framundir ellefu. Þannig leið hver dagur nær því frá áramótum og fram á sumar — og um haustið tók ég að undirbúa næstu bók. Og ef ég sat ekki við skriftir um kvöld og helgar, þá var ég einhvers staðar í fylgd méð blaðamönnum eða ferðaskrifstofu- fólki á vegum Flugfélagsins. Það er mesta furða að konan skyldi ekki stökkva brott frá manni á þessum árum! Sú bók sem ég hafði mest fyrir var í særótinu, en meginefni hennar eru frásagnir úr Halaveðrinu 1925. Þá talaði ég við hátt í hundrað manns og aðal heimildarmenn mínir voru á milli 50 og 60. Ég er feginn að hafa ekki gefist upp við það verk, því aðeins tveimur árum seinna hafði þeim fækkað ískyggilega sem upp- lifðu þetta voðaveður. Sjómenn hafa reynst mér einstak- lega vel við þessi skrif mín. Þeir eru jafnan fúsir að segja frá og hafa reynst mjög áreiðanlegir heimildarmenn. Mér er minnisstætt að þegar ég tók saman frásögnina um seglskipið Arctic lagði ég á mig mikla leit að skrifuðum heimildum sem síðan voru í öllu samhljóða þeim munn- legu frásögnum sem ég hafði skráð. Þá studdist ég m.a. við afburða traustan sögumann, Hans Ólafsson og treysti náttúrlega hans frásögn fullkomlega, en það komu ekki í leit- imar skjöl frá sjó- og verslunardómi Reykjavíkur og mér fannst óvið- kunnanlegt að hafa ekki séð sjódóm- inn áður en bókin gengi á þrykk út. Skjölin fundust ekki í Þjóðskjalasafni og kom í ljós að þau höfðu verið sett í geymslu uppi á lofti í Hegningarhús- inu við Skólavörðustíg. Þar hafði hins vegar þakið tekið að leka einn daginn og meðan viðgerð fór fram voru skjölin flutt þurtu — en enginn vissi hvert. Af og til í átta mánuði var ég að reyna að grafast fyrir um hvar skjölin væru niðurkomin og var ég þá í nánu sambandi við fulltrúa í dóms- málaráðuneytinu. Stuttu áður en bókin átti að fara í prentun kallaði Ólafur Walter Stefánsson á mig og kvað menn sína hafa rekist á skjala- bunka í skáp undir stiga nokkrum í kjallaranum undir Arnarhváli. Þar voru loks komin skjölin sem ég leit- aði að. Ég fletti undireins upp á þeim stað sem mig vantaði og það var sem mig grunaði að allt kom heim í frá- sögn Hans Ólafs sonar og fleiri góðra manna sem ég byggði mína saman- tekt á. En það var mér engu að síður mikill léttir að hafa getað sannreynt frásögnina á þenn- an hátt áður en bókin fór í prentun. Eftir að ég tók við kynningardeild hins sameinaða flugfélags, Flugleiða, 1973, gerði ég hlé á bókaskrifunum þangað til fyrir þremur árum að ég var beðinn um að skrifa sögu Guð- mundar Kærnested skipherra. Þá freistingu stóðst ég ekki og ef til vill hef ég haft mesta ánægju af að skrifa þá bók af öllum mínum bókum. Guðmundur er merkilegur maður og hann á sér merka sögu og heillandi. Við þekktumst all-vel áður en þessi bók kom til, en höfðum samt aldrei verið saman til sjós. Hins vegar átt- um við marga sameiginlega kunn- ingja úr sjómennskunni, svo að okkur varð ekki alltaf mikið úr verki þegar við settumst niður að spjalla í Ameríkusiglingu: Sveinn Sæmundsson, Einar Sigurjónsson og Óskar Ólafssor. um borð í Goðafossi 1952. Myndina tók Guðbjartur Ásgeirsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.