Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 58

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 58
56 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 Kofar sjómanna í Reykjavík um 1835. IJr ferðabók Gaymards. í sóknarlýsingu séra Árna Helgasonar í Görðum, en hún frá því um 1830, er sagt að Hafnfirðingar rói ein- göngu tveggja manna förum og það er heldur engin ástæða til að ætla að Reykvíkingar hafi verið farnir, fremur en Hafnfirðingar, að breyta neitt sínum alda- gömlu róðrarháttunr á tveggja manna förum nrest. Það er ekki fyrr en á síðustu þremur áratugum 19du aldar, þegar upp eru komnir í Reykjavík útvegsbændur eins og Hlíðarhúsamenn og Borgarabæjarmenn í Grjót- anum, að Reykvíkingar fara að róa stærri árabátum en þeir höfðu gert um aldirnar. Tryggvi Gunnarsson gefur eftirfarandi lýsingu á reyk- vískum sjómönnum síðast á árabóta skipa tímanum: „Dagana fyrir hvítasunnu í fyrra var svo mikið af smá- síld hér í höfninni, að skipti þúsundum tunna. Einn morgun var hvass austan vindur, svo síldin fór í kas- þykkar torfur upp að bryggjunum. Mörg hundruð mávar og ritur voru upp yfir og náðu í síld í hvert skipti, sem þeir steyptu sér niður í síldartorfurnar. Margir sjómenn stóðu við fjörumálið, fáa faðma frá fuglunum og síldinni, aðgjörðarlausir og áhaldalausir. Ég sagði við nokkra þeirra: — Þykir ykkur nú ekki minnk- un að því, að horfa á fuglana veiða síld í hverju kafi, en vera sjálfir svo áhaldalausir, að þið getið engri síld náð? Líf ykkar og fjölskyldna ykkar er konrið undir aflanum úr sjónum, en þótt þið séuð nú komnir á fimmtugs og sextugs aldur, þá eruð þið ekki búnir að læra ennþá þau hyggindi og samtök, að eiga net eða netstúfa til að fleygja í síldartorfuna eða utan um hana, til þess að afla ykkur beitu. Ég er viss um, að á þessari stundu eru hér upp við landsteinana 10.000 kr. virði í síld, þó að tunnan væri ekki seld meira en 1 kr. til að salta hana, en tvöfalt meira virði væri hún, þótt ekki væri tekin nema tíundi partur, ef hún væri fryst og notuð til beitu. Þeir svöruðu engu, en auðsjáanlega hugsuðu þeir með sér: — Miklar bölvaðar tiktúrur eru í honum, ólukku karlinum. Ekki kipptist einn vöðvi í þeirra skrokk, þótt þeir horfðu á síldina og hlustuðu á frýunaryrðin, og ég er sannfærður um, að þó að jafnmikil síld kæmi á sama stað í vor og aftur að vori, þá verða netastúfarnir og vöðva- kippirnir fleiri en næstliðið vor.“ Og Tryggvi helduráfram að brýna Faxaflóamennina: „Gaman hefði verið að sjá ljörkippina í norskum síld- veiðimönnum. og enda sjómönnum á Seyðisfirði, Eyja- firði og ísafirði, hefðu þeir séð aðra eins síldartorfu og þessa umtöluðu. Samt ekki svo að skilja, að ég álíti sjómenn hér latari eða dugminni en annars staðar á landinu, en þeir eru vanafastari og seinni til að fara á góðgang. Hver myndi trúa því, að í svo fiskisælu plássi sem Faxaflói er, þar sem mörg þúsund manns lifa nær ein- göngu á fiskiveiðum skuli ekki vera til nema örfáir neta- stúfar og því síður síldarnætur, og þó er næg og góð beita eitt af aðalskilyrðum fyrir lífsviðurhaldi og gróða fiski- mannsins. Það er alveg aflalaust sögðu rnenn hér i fyrra surnar, og svo fóru þeir austur á Austfirði og vestur um land og nokkrir gengu hér atvinnulitlir. Um sama leyti fiskuðu menn á litlum tíma frá Akranesi heilagfiski fyrir 5.500 kr„ sem þeir seldu í íshúsið fyrir beinharða peninga. Jafnhliða þessu lágu ensk botnvörpuveiðiskip svo mán- uðurn skipti á djúpfiskmiðum hér á Faxaflóa, og er sagt, að nokkrir menn af Álftanesi hafi fengið hjá þeim yfir 100 fiska hlut, sem þeir fengu gefins í skipunum, eða fyr- ir lítilsháttar varning, sem þeir færðu þeim úr landi. Skip þessi veiddu sem sé kola og heilagfiski en hirtu ekki þorsk eða ýsu, sem þau fengu í botnvörpupoka sína, þótti skipverjum því betra að gefa fiskinn, heldur en fleygja honum í sjóinn. Um þetta leyti var nóg af síld í íshúsinu, en þeim sem bátafiski stunda kom ekki til hug- ar að reyna að beita henni, þeir gengu heldur um á landi. Þótt lítið hafi verið af þorski þá er koli og ýsa og heilag- fiski matur líka. — Það er bara fiskilaust, sögðu menn og við það sat. En fyrir augum þeirra manna, sem hafa meðalsjón, lít- ur mál þetta þannig út, að þegar skipverjar á botnvörpu- skipunum fóru hvað eftir annað til Englands með hlaðin skip af vanalegum fiskimiðum hér og settust aftur að á sömu stöðvum, þá hefur ekki verið fisklaust á því fiski- miði, heldur hefur fiskurinn ekki fengið þá beitu, sem hann vildi taka. Þegar frosna síldin lá í íshúsinu næstliðið vor, þá var mikið umtal, sumir sögðu að hún væri ónýt, aðrir álitu hana þá tálbeitu , að „hún eitraði sjóinn," og mætti því ekki brúka hana. Fáir hafa logndagarnir verið í vetur, gæftaleysi og stormar hafa ráðið ríkjum hér við Faxaflóa. í gær var lygnasti dagurinn, sem lengi hefur komið. Margir urðu forviða, þegar bátar, sem voru að fara í fiskiróður, snéru aftur upp í fjöru. — Hvernig stendur á því, að þið komið aftur, er fiski- laust? spurði maður af Akranesi, sem hér var staddur. — Við erum beitulausir, svöruðu þeir, við fengum ekkert í hrognkelsanetin okkar í nótt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.