Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 68
66
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
FRAMTÍÐARSÝN HAFNARINNAR ER BJÖRT
Rætt við Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóra í Reykjavík
Reykjavíkurhöfn þykir liafa á
sér gott orð fyrir hvort tveggja,
öryggi og skjóta afgreiðslu.
„Já, og það er höfninni afar mikils
virði,“ segir Gunnar B. Guðmunds-
son hafnarstjóri. „í nútíma vöru-
fiutningum er höfuðatriði að af-
greiðsla skipa gangi fljótt og greiðlega
fyrir sig og í því skyni hefur hafnar-
stjórn byggt upp aðstöðu sem skipa-
félögunum hefur verið leigð. Sjálf
hafa skipafélögin síðan kornið sér
upp nýtísku búnaði, svo sem gáma-
krananum sem Eimskipafélagið hef-
ur reist á Kleppsbakka. Hafnarstjórn
Gamla höfnin. Ljósm. Mikael Frans-
son.
telur að hún hafi í aðalatriðum búið
þeim skipaútgerðum sem sigla reglu-
bundið til Reykjavíkur viðunandi
aðstöðu og sömuleiðis teljum við all-
sæmilega að fiskveiðiflotanum búið í
vesturhöfninni. Hvað öryggi í höfn-
inni varðar, þá sér skipaþjónusta
hafnarinnar um að gæta öryggis sæ-
farenda við komu og brottför, en til
að tryggja öryggi við bryggju hefur
verið komið fyrir björgunartækjum
svo víða á hafnarsvæðinu að það á
allsstaðar að vera hægt að ná skjót-
lega til þeirra ef slys ber að höndum.
Það ber hins vegar að hafa í huga að
höfnin er vinnusvæði þar sem oft á
tíðum skapast veruleg hætta, — en
miðað við stærð vinnustaðar eru slys
fá við Reykjavíkurhöfn. Skipaaf-
greiðslurnar leggja mikla áherslu á að
öryggisreglur séu virtar, þær þjálfa
starfsfólk sitt reglulega og hafa ráðið
eftirlitsfólk til öryggisgæslu. Af okkur
hálfu er á hverju ári farið yfir allan
öryggisbúnað í höfninni, oftast í sam-
vinnu við lögreglu og Slysavarnafélag
Islands, svo að þessum búnaði megi
treysta þegar hans er þörf og þess á
milli er auðvitað fylgst með því
daglega að hann hafi ekki verið
skemmdur eða numinn brott.“
Reykjavíkurhöfn er í eigu borgar-
innar, en hún er rekin sem sjálfstætt
fyrirtæki og hefur byggst upp af eigin
aflafé. Er hún eina höfn landsins sent
ekki nýtur ríkisframlags og aukin