Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 77

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 77
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 75 1936 sagði hann við mig: „Ég fer í dag klukkan tvö.“ Hann hafði misst konu sína, ömmu mína, Guðríði Jóns- dóttur, tveim árum áður eftir rúmlega hálfrar aldar hljóðláta sambúð og var nú orðinn áttatíu og fjögurra ára gamall og lá veikur í rúminu. Ég var þrettán ára og sat hjá honum og var að lesa Námur Salómons eftir Rider Haggard. Ég lokaði bókinni og fór að finna börnin hans tvö, móður mína Ragnheiði og Helga frænda, og skilaði þessu til þeirra. Og á slaginu tvö þennan gamlársdag dó Jónas í Brennu. Næstu árin var oft þannig ástatt fyrir mér að ég óskaði þess að hann væri kominn til að bjóða mér í snæriskrók. Ég er reyndar enn ekki hættur að lenda í vandræðum af því tagi.) Vilhjálmur frá Skáholti sneri sér að félaga sínum og sagði: „Þetta er dóttursonur Jónasar í Brennu." En sá góði maður sannaði nú það sem mig hafði grunað að hann var ekki eins mikið skáld og Vilhjálmur. Hann sagði: „Ég er farinn." „Farinn?“ sagði Vilhjálmur. „Er ég ekki að enda við að segja þér að þetta er dóttursonur Jónasar í Brennu?" „Jú,“ sagði félagi hans. „Ég er samt farinn. Ég mundi vera farinn þó hann væri dóttursonur Jónasar frá Hriflu.“ Skáldið frá Skáholti fórnaði höndum til himins og hrópaði í örvæntingu: „Af hverju eru það alltaf vitlausustu mennirnir sem eiga brennivínið?" Svo hélt hann á eftir félaga sínum. Stórkaupmenn, — var þeim nú nokkuð að vanþúnaði lengurað halda áfram kappgöngunni? Já. Það kom mað- ur austan hafnarbakkann. Hann hélt á fjórum fuglum, tveimur í hvorri hendi. „Hvaða dauðu fuglar eru þetta?“ spurðu stórkaup- menn. „Skarfar," sagði maðurinn og stanzaði. Hann var hár vexti og þrekinn og hafði ekki getað útvegað sér nógu stóra peysu því að ermamar á henni náðu aðeins með naumindum niður á miðjan framhand- legg, berhentur einsog ekkert væri sjálfsagðara í öllu þessu frosti, með sígarettu í munninum og sogaði allan reykinn oní sig án þess nokkuð kæmi upp aftur, — einn þessara hraustu manna sem aldrei fá nógu sterkt tóbak. „Hvarskauztu þá?“ spurðu stórkaupmenn. „Kringum Engey,“ sagði maðurinn. „Varstu lengi?“ spurðu stórkaupmenn. „Síðan átta í morgun,“ sagði hann. „Á hvað selurðu þá?“ spurðu þeir. „Sjö krónur stykkið,“ sagði hann. „Það er lítið kaup fyrir heilan dag,“ sögðu þeir. „Það er betra en ekkert í atvinnuleysi,“ sagði hann. „Hvernig eru þeirétnir?" spurðu stórkaupmenn. „Eins og aðrir fuglar,“ sagði maðurinn. „Maður brúkar tennumar." Stórkaupmenn fóru að hlæja. Þeirvoru stórkaupmenn með kímnigáfu. „Er ekki erfitt að hamfletta þá?“ spurði þeir. „Getur það ekki verið problem? Getur ekki verið problem að hamfletta þá?“ „Nei,“ sagði maðurinn. „Það er ekki neitt erfitt að hamfletta skarfa frekar en aðra fugla, ef maður kann réttu tökin.“ Svo kvaddi hann og fór. Og stórkaupmenn (sem reyndar höfðu staðið í við- bragðsstöðu á meðan þeir töluðu við manninn) héldu áfram göngunni. Ég heyrði það síðast til þeirra að þeir voru að velta því fyrir sér hvort skarfar mundu vera betri steiktir eða soðnir. Og ég hélt áfram að horfa á hljómborð hafnarinnar og hlusta á Debussy. (-------------------------------------------^ Grímur Thomsen VIÐ SJÓ Svipula, brigðula bára bíðurðu kára? Dult núna læðistu’ að landi, og leikur í sandi. Hvikula, hverfula bylgja, hvað ertu’ að dylgja? Þú sogar og stynur við ströndu, stendur á öndu. Dökkbláa, dynjandi alda af djúpinu kalda, brimseltu, bólgin af ekka, býðurðu’ að drekka. Hvort sem þið hvíslið og stynjið, í hvössu eða drynjið, kunnið þið raunum að rugga, rómi að hugga. Harmana’ í brimi þið bælið, bræðina kæiið, andvörpin unnvörpum hjúpið og sogið í djúpið. v_________________________________J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.