Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 93

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 93
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 91 Frá vetrarvertíð á skútuöldinni: sjómenn búast til brottfarar í Reykjavík. með tilkomu togaranna og hefur það verið meginástæða þess að það dróst á langinn að stofna nýtt stéttarfélag á grunni Bárunnar. Mánaðarkaup háseta hækkaði talsvert og fæði og allt viðurværi um borð í togurunum var stórum betra heldur en verið hafði á skútunum gömlu. Vinnu- harka var hins vegar mikil. Af- renndir menn voru þá fjölmennir í sjómannastétt og vökurnar og erfiðið beit ekki á þeim, samanber það sem skútukarlinn sagði: „Ég er hættur til sjós og farinn á togara“! Og vissulega er það rétt sem haldið er fram í Tryggva sögu Ófeigssonar að: „þrek- miklir togaramenn hafa margir enzt vel. Það eru enn á lífi um nírætt menn af fyrstu togurunum, teinréttir og hressir.“ Það er aftur á móti út í hött sem Tryggvi segir að vinnuálagið á tog- aramönnum hafi verið „blásið upp í sögunni, ýmist af mönnum, sem þoldu vinnuna illa, eða þá af „verka- lýðsvinum“, sem af pólitískum ástæðum mikluðu þetta fyrir þjóð- inni og máluðu skrattann á vegginn.“ Vinnuharkan hefur aldrei verið „blásin upp“, hún var staðreynd. Það er hins vegar ekki ljarri lagi að það hafi einkum verið „verkalýðsvinir" og þeir „sem ekki þoldu vinnuna“ sem sögðu frá harðræðinu. Hinir miklu dugnaðarmenn sem komust til manns upp úr aldamótum þoldu vinnuna um .borð í togurunum og fannst hún ekki til að gera veður útaf. Fyrir nokkrum árum átti Morgun- blaðið viðtal við einn af þeim gömlu körlum, Theódór Friðriksson (Tjáa), sem þá var elstur karl í togarastétt, og hann sagði: „Ég hefði vel viljað vera með Tryggva Ófeigssyni. Ég hafði ekkert á móti því að vera hjá mönn- um sem vildu láta vinna. Ég hef aldrei verið latur maður.“ Gömlu togarajálkarnir töldu þá menn „lata“ sem þoldu ekki vinnuna um borð í togurunum. Tjái var meðalmaður á allan vöxt og fremur grannholda — ólíkur þeirri hugmynd sem flestir gera sér um gömlu togarakarlana, þykka undir hönd og ramma að afli. Tjái var einn af fyrstu togaramönnunum, fór á Snorra Sturluson 1908, aðeins sextán ára. í viðtalinu fyrrnefnda minntist hann aldrei á neinn „þræl- dóm“, en hafði orð á því að vökurnar hefðu oft gengið nærri mönnum. Tjái sagði: „Það voru duglegir karlar um borð í Snorra og ég var hálf kjánalegur fyrsta daginn, — en svo ekki meir. Ég var ákveðinn í að standa mig og hert- ist fljótt, pressaðist við að hausa. Mér hefur alltaf verið létt um að vinna, mér hefur fundist gaman að vinna. Mér leið best þegar ég gat farið sem harðast með hendina í netavinnu. Og ég var staðráðinn í að láta ekki reka mig af Snorra Sturlusyni. Vökur voru ekki miklar meðan Jóakim var með Snorra, en það breyttist þegar Bjöm Ólafsson frá Mýrarhúsum, sá frægi skútuskip- stjóri, tók skipið 1909. Við vorum þá í Iestinni, ég og Guðmundur frá Nesi. Eitthvert sinn höfðum við vakað 64 tíma stanslaust, það var vitlaust veð- ur og ég brá mér niður að sækja mér trefill. Ég settist á bekk meðan ég batt hann á mig og þurfti ekki meira. Ég sofnaði sitjandi með hendurnar á treflinum. Mest vakti ég á honum Baldri. Það hefur líklega verið 1913. Kolbeinn Þorsteinsson var þá með Baldur, ágætur maður. Sú breyting hafði orð- ið á starfsháttum um borð, að franskri fyrirmynd, að netamenn voru alfarið í netum og aðrir hásetar komu ekki í net. Þetta fyrirkomulag kom sér stundum illa fyrir neta- mennina því að þeir voru alltaf sóttir í miklum afla að gera að, til að eitt- hvað gengi, en þurftu svo að fara aft- ur í netin meðan hinir fengu dálítið snap. Ég hafði vakað í 85 tíma þegar við áttum að fara úr netunum í aðgerð. Ég skrapp niður til að láta líða úr mér. Þegar ég hafði setið nokkra stund kom stýrimaðurinn og kallaði: „Ætlarðu ekki að koma upp aftur?“ Jú, ég sagðist bara ætla að fylla pont- una mína, og færði mig innar, fór úr stakknum og settist á kojustokkinn. Stuttu seinna kom stýrimaður aftur og kallaði: „Ætlaðir þú ekki að koma upp aftur?“ Ég jánkaði því, sagðist vera að fylla pontuna, — og fór úr stígvélunum. Drjúg stund leið og enn kom stýrimaður: „Hvernig var það, ætlaðir þú ekki að koma upp aftur?“ „Jú“, sagði ég, — og fyllti nú pont- una, lagði mig út af og sofnaði. Þær náðu ekki orðið neinni átt þessar hel- vítis vökur. Þetta var um kaffileytið og ég vaknaði klukkan ellefu um kvöldið þegar allir komu niður. Þá var komið vitlaust veður og við á leið til Vest- mannaeyja svo að ég svaf áfram. Ég vaknaði klukkan sjö næsta morgun og þegar ég gekk aftur í, kallaði Kol- beinn til mín úr brúarglugganum hvort ég væri búinn að sofa nóg!“ Þessi sakleysislega frásögn Tjáa fær á sig annan blæ þegar gluggað er í samtímafrásögn frá þessum árum. Vorið 1913 birtist í Verkamannablað- inu grein sem hét „Nokkur orð um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.