Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Page 3

Eimreiðin - 01.09.1922, Page 3
eimreiðin UPPELDI OG SKÓLAR 195 fénu, sem varið er til barnafræðslu, sé ekki á glæ kastað, að einhver árangur sjáist af starfi kennaranna. En um það, hvort árangurinn svari til kostnaðarins, sem barnafræðslan hefir í för með sér, eru mjög skiftar skoðanir nú sem stendur. Menn seigja, að núverandi fræðslulög nái ekki tilgangi sínum, 9eri lítið gagn, einkum í sveitum. Vilja þeir þess vegna snúa aftur og taka upp heimafræðsluna gömlu, og auka unglinga- fræðsluna, eða jafnvel leggja barnafræðsluna niður að mestu levti og finna upp nýjar siðmenningarbrautir, en kæra sig kollótta um reynslu annara þjóða. Sannleikurinn hygg eg að sé sá, að barnafræðslan sé mun betri og víðtækari nú, en hún var fyrir 1907, enda væri of niiklu til hennar kostað ef svo væri ekki. En þó að við séum á framfarabraut í þessum efnum, þá er það skoðun mín, að skólarnir séu ekki eins og þeir ættu að vera og gætu verið, þótt tekið sé tillit til ástæðna okkar, fá- læktar, strjálbýlis og illrar veðráttu. Þó að maður að sjálfsögðu mótmæli rakalausum staðhæf- 'tigum manna um gagnsleysi skólanna, þá má maður hinsvegar ekki loka augunum fyrir þeim göllum, sem við sjáum á þeim eða hugga sig með því, að gallarnir hverfi af sjálfu sér. Eng- um ætti að vera kærara að hugsa um og ræða slíka hluti en kennurunum, og engir ættu að sjá betur, hvar skórinn kreppir en einmitt þeir. Skólarnir eiga að vinna sem mest að því að búa börnin undir lífið. Ef við nú lítum á það, hvað lífið heimtar, þá verður °kkur fljótt ljóst, að skólarnir inna þetta ekki af hendi, nema að litlu leyti. Lífið heimtar fyrst og fremst af okkur langflestum, a^ við kunnum sem best að nota líkamann við vinnuna. Lík- arninn þarf að vera liðugur, og hlýðið verkfæri sálarinnar, emkum hendurnar. Þroskun og stæling líkamans er fyrsta boð- 0rð uppeldisins. I öðru lagi heimtar lífið af okkur, að við seum vakandi sálir, fljót að átta okkur, rökskygn í dómum, Söfug ; hugsunarhætti og viljasterk. Með núverandi fyrirkomu- *a9i skólanna, verður þeim minna ágengt í því að ala börnin UPP í þessa áttina, en þörf er á, og að minni hyggju minna en unt væri, ef breytt væri um starfshætti skólanna. Vilji maður neyta handarinnar við eitthvert verk, þá er það

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.