Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Page 6

Eimreiðin - 01.09.1922, Page 6
198 UPPELDI OG SKÓLAR eimreiðin andlegum framförum barnsins er líkamsþroski þess. Ætti það eitt að vera næg ástæða til þess að stunda meira líkamsæf- ingar í skólum okkar en nú er gert. Enn er þó ótalin sú ástæðan, sem einna drjúgust er á metunum. Líkamsæfingar eiga ekki alllítinn þátt í því að styrkja siðferðisþrótt ungmenn- isins bæði beinlínis með því, að beina orkuhvötinni í holla átt og óbeinlínis með því, að efla sjálfsgildið og styrkja sóma- tilfinninguna. Af þessum og mörgum öðrum ástæðum, sem eg hirði ekki að taka fram, er það auðsætt, að ríkið getur ekki komist hjá því, að annast meira líkamlegt uppeldi barna, en það gerir nú. Uppeldisstarfsemi heimilanna er ekki minkuð með því. Aukin afskifti ríkisins yrði að eins nauðsynleg viðbót, óhjákvæmilegt spor í framfaraáttina. Onnur breytingartillaga mín, sú að gera vinnu að höfuðnáms- grein, er í nánu sambandi við leikfimina og sömu ástæður, sem mæla með leikfiminni mæla með vinnunni. Vil eg taka fram nokkrar ástæður, sem mæla með vinnunni, auk þeirra, sem þegar er getið. Eins og þegar er tekið fram, er viljinn sá þáttur sálarlífs- ins, sem mest áríðandi er að ná tökum á, svo að unt sé að göfga hann og styrkja. En hann er jafnframt sá þátturinn, sem mun vera kennurum lang erfiðastur viðfangs. Barnið get- ur verið hlýðið, og það getur virst vera námfúst, það getur int skyldur sínar í skólanum af hendi á réttum tíma og ná- kvæmlega, þótt vilji þess sé lítt að starfi. Einbeiting viljans, ,sá óþreytandi ákafi, sem kemur í ljós í leikjum barna, við störf eða nám sumra, þroskast oft of lítið við skólaveruna. Flestum börnum er ljúft að neyta handarinnar, og við fátt mun auð- veldara að fá börn á 10—12 ára aldri til að taka á af öllum mætti en það, sem krefur tilþrif handarinnar. Það virðist þess vegna auðsætt, að það stigið, sem byrja ætti á, þegar barnið kemur í skólann sé það, að kenna því að nota hendurnar. Þetta er gert að svo litlu leyti nú, að nauðsynlegt er að auka það að miklum mun. Það er mikið rætt um endurreisn heimilisiðnaðarins í land- inu nú á tímum. Auðveldasta og ódýrasta leiðin til þess er sú, að kenna vinnu í skólunum. Ekki að eins vinnuvit mundi auk-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.