Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Page 17

Eimreiðin - 01.09.1922, Page 17
ElMREIÐIN REVKjAVÍK 209 Er værast heimað-horfin för og höfn þín er að skuggsjá gjör, og siglutré á hverjum knör í kveldsins myrkvið grær, og sérhver hafin veifa í vör með vængnum dökkva slær. En út’ um Ijósu-lofta stig um lágnótt sólin teygir sig um bládjúps blæva-ró, og geislar auga inn á þig til Esju af Snæfells snjó. Þó hinar fái frægra orð, sem fleiri unnu barnamorð, en hafa völd um stærri storð, þar stattu vaxtaminst, sem allsnægjan er yfirborð en o’n á skortinn grynst. A ríkis-borga breiða -stig, í blindri ös, mig dreymir þig og finst eg fari þar sá eini er þekki sjálfan sig, í samki þvögunnar. Svo eigðu, frjáls um aldurinn þín uppleit fjöll og hafdýpin, og veröld fyrir vöxtinn þinn eins víða og lönd og sjór! Og leiddu um sveitir út og inn hvert afl, sem betur fór, með svifrúm fyrir karl og kvon og kjördóttur og fósturson, sem hækkar heima-rór, og hverja þína þroska-von! svo þú sért meira en stór. ■sh '22. 14

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.