Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.09.1922, Blaðsíða 29
eimreiðin TVÍS0NGSLISTIN Á ÍSLANDI 221 sögu, sem til er á íslensku, og jafnframt hið eina, sem til er, enn sem komið er. Af formála þessum má ráða, að biskupar hafi þess vegna ráðist í útgáfu bókar þessarar, að kirkjusöngurinn hafi mjög verið kominn á ringulreið og söngmenn hafi verið farnir að fara í tvísöng í sjálfum höfuðkirkjunum. Um það fer biskup svofeldum orðum: Enginn skyldi ætla, að vér löstum þá sönglist, sem vér köllum diskant, er tíðkast hjá sumum, ásamt öðru góðu bók- næmi, því að hún er Guðs gjöf og nytsöm fyrir sig; en annar söngur hentar betur í kirkjunum, sökum alþýðunnar. Að hinu sama mun og lúta sú viðvörun biskups: Að menn ■skuli eigi hafa meira við í söng en hóflegt sé, og sýni þar eigi fordild sína með margslungnum hljóðum og »klýnku- nótum« og annari hljóðaumbreytni, er leiði það af sér, að þeir, sem standa hjá og hlýða á, fái eigi skilið orðin (þ. e. tekstann, sem sunginn er), vegna þess hreims, sem verður af þeim hljóðum og missöng. Og enn fremur segir hann: Nót- Tirnar og tónarnir eiga að þjóna orðunum, en orðin eru eigi ■gerð fyrir tónana. Þessi lýsing kemur vel heim við það, sem sagt er hér að framan um margraddaðan diskant-söng. Og síðast segir hann: Hér með vil eg svo áminna og um- biðja alla góða kennimenn, að þeir láti þá eina syngja þessa sálma (þ. e. sálma Grallarans), sem hafi góða hljóðagrein til þess, svo að hin heilaga lofgjörð verði vönduð sem best, og sé eigi sem hróp og köll og hrinur drukkinna manna, þá er sitt syngur hver, því að slíkt er Guði fremur til vanheiðurs og stygðar, en sannrar lofgjörðar á kristilegri samkomu. Séra Oddur Oddsson hinn gamli, síðast prestur að Reyni- völlum í Hjós (t 1649), er frægastur allra lagfræðinga á dög- uni Arngríms lærða. Hann hafði gengið í Skálholtsskóla á éögum Gísla biskups og numið sína lagfræði þar. Síðan var hann lengi kirkjuprestur í Skálholti (1589—1602); naut hann mikillar hylli hjá Oddi biskupi, því að séra Oddur var há- lærður klerkur, og þar átti hann góðan að, sem Oddur biskup yar, svo í sönglist sem öðrum listum og fræðigreinum. Séra Oddi er talið það til frægðar, að hanu hafi snúið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.