Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 35

Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 35
EIMREIÐÍN TVÍSONGSLISTIN Á ÍSLANDI 227 veturinn 1699). Og auk þess ritaði hann lækningakver, alþýðu til leiðbeiningar, svo að læknisráð hans mættu ná til sem flestra. — Hér er um sannþjóðrækinn mann að ræða og eftirbreytanda Krists. Svo lýk eg máli mínu með því að tilfæra einn af sálmum séra Odds, sem eg hefi fundið í handritum í heilu lagi. Má af hon- uni marka, hvernig þessar þýðingar hans hafa verið. Sálmurinn er Hirðissálmur Davíðs og er svo látandi: Guö er minn hirðir, af trú eg það játa, ei mun hann mig því lífsbjörg skorta láta; í högum græns grass hann mig liggja lætur, hægt mig knýr fram að lindarvatni sætu; önd minni þreyttri aftur snýr við þetta, og vegna nafns síns ferla leiðir rétta. Um dauðans myrkdal eg þó gangi, herra, óttast ei vont, því þú munt hjá mér vera; þitt hrís og stafur, þau mig hollast hugga, þú býr mér matborð gegn þeim mein mér brugga, oleo vel smurt veikt mitt höfuð hefir, hvað fleytifullan bikar þú mér gefur! Víst mun þín mildi og ástargæskan heita, æ meðan eg lifi eftirför mér veita; eg mun í Drottins húsi heima eiga, hvað lengi sem að dagar vara mega. Þá mun eg þakkir þér í staðinn kunna þér eg, minn hirðir, fullkomlega muna. B. J.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.