Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Side 37

Eimreiðin - 01.09.1922, Side 37
eimreiðin ÍSLENSKUR HÁSKÓLÍ 229 leyti, að hann sé ekki til enn þann dag í dag, eins og seinna verður á vikið. Stofnun þessa háskóla á sér þó alllanga, og að mörgu leyti merkilega forsögu, eins og skólasaga þjóðar- innar í heild sinni er mikilsvarðandi meginþáttur í allri þroska- sögu hennar. Það er þess vegna leiðinlegt, hve lítið hefir verið skrifað um rannsóknir hennar, þó einn maður (jóhannes Sig- fússon) hafi reyndar að sögn safnað þar saman miklu efni. En hér er nú að eins um háskólann einan að ræða, og er þó ekki unt að rekja hér að þessu sinni nákvæmlega aðdrag- anda stofnunar hans, eða sögu háskólahugmyndarinnar, þó eg hafi annars reynt að draga saman allnákvæmlega þræði þá, sem þar til liggja. Hér verður að eins drepið stuttlega á nokkur frumatriði. — Eins og kunnugt er, varð háskólinn hér, eins og reyndar all- víða annarsstaðar, til á þann hátt, að smámsaman var komið UPP nokkrum sérstökum sérskólum, og þeir síðan sameinaðir ' eina heild og undir eina stjórn. Þessir sérskólar höfðu áður smáþróast upp úr latínuskólunum gömlu, sem í rauninni voru um leið eins konar prestaskólar fyrir þá, sem ekki sigldu, og veittu fullan rétt til embætta hér. Þótt það þætti að öllum lafnaði betra og sjálfsagt fyrir þá, sem afla vildu sér æðri mentunar og meiri, að fara utan, munu þess þó dæmi, að jafn- vel í biskupsembætti hér hafi stundum verið unt að komast, án annarar skólamentunar, en þeirrar, sern latínuskólinn hér heima veitti mönnum. Þó er snemma farið að kvarta um það, að þessir skólar séu ófullnægjandi, og mentunarástand, jafnvel »menta- mannanna«, ekki á marga fiska, svo að »þeir, sem ekki fari utaií, lasrðu naumast eða ekki donatinn«, eins og segir á einum stað. Utanferðir íslendinga til náms og annars frama hafa þó f'ðkast frá fyrsta fari og oftast haldist við óslitið að einhverju *eVti, þó misjafnlega mikil brögð hafi að þeim verið. Fóru nienn ekki einungis til Norðurlanda, heldur einnig iil frægra skóla í Bretlandi, Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. En lafnframt þessum utanferðum var svo unnið að því, að auka °9 bæta skólahaldið innanlands, og úr þeim bollaleggingum ®Pratt smámsaman háskólahugmyndin. Fyrst voru, eins og úður segir, stofnaðir sérskólarnir, prestaskólinn 1847, lækna- skólinn 1876 og lagaskólinn 1908. Reyndar hafði lagaskólinn

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.