Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 40

Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 40
232 ÍSLENSKUR HÁSKÓLI eimreiðin um málið á Borcks Collegium og stýrði honum ]óh. Jóhannes- son nú bæjarfógeti, en Magnús Torfason, nú sýslum. hafði framsögu. Mælti hann á móti háskóla, en með innlendri laga- kenslu, og sama gerðu þeir þar dr. Valtýr Guðmundsson, dr. Finnur jónsson og magister Bogi Th. Melsted. Var þar að eins einn stúdent fylgjandi háskólastofnun, Þorsteinn Gíslason, nú ritstjóri, og »gat þess að hann greiddi atkvæði með há- skóla er hefði fjórar deildir«, en fyrir því var annars alment ekki gert ráð þá, heldur að eins sameiningu embættaskólanna þriggja. Annars vann einnig dr. Jón Þorkelsson allmikið fyór háskólamálinu á þessum árum. En nú verður að fara fljótt yfir sögu í þessu efni, þó margt sé þar eftirtektarvert og skemtilegt. Segir svo ekki af þessu hér fyr en 1907, að G. Ðjörnson, nú landlæknir, bar fram þingsályktunartillögu um það, að skora á stjórnina að láta endurskoða lög embættaskólanna og semja síðan frumvarp um stofnun háskóla. Á næsta þingi (1909) lagði svo Hannes Haf' stein ráðherra fram frumvarp um stofnun háskólans, sem nefnd manna (forstöðumenn embættaskólanna) hafði samið, og var það samþykt og tók svo háskólinn til starfa árið 1911, þeSar féð hafði verið veitt til hans. Háskólinn hefir því starfað í meira en 10 ár, og á þeim tíma ætti að vera fengin nokkur reynsla. Menn hafa líka rsett nokkuð um háskólann. En þó hefir í rauninni verið tiltöluleS3 hljótt um hann, — næslum því undarlega hljótt, næstum Þvl

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.