Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Side 44

Eimreiðin - 01.09.1922, Side 44
236 ÍSLENSKUR HÁSKÓLI eimreiðin Vér trúum á gildi menta og mátt að markið í æfi lýða sé þekking og vísindi að hefja hált með hugsjónum nýrra tíða, — — eins og stúdenfarnir syngja hér sjálfir þegar nýir félagar þeirra eru innritaðir. Þessi háskólaljóð Þorsteins Gíslasonar eru sungin á hverju hausti í háskólanum, og hvatningaræður haldnar í svipuðum anda — en hvað er gert? Hvað eða hvar er háskólinn lengra kominn nú með það starf, sem honum var ætlað, en þau voru, þegar hann var stofnaður? Það má auðvitað segja, að það »að dæma hart, það se sé harla létt« — og það er satt. Hér er heldur ekki verið að dæma neitt — hér er að eins verið að benda á þá bláköldu staðreynd, að háskólinn og mál hans njóta ekki þess áhuga og þeirrar eftirtektar og þar af leiðandi ekki þeirrar aðhlynn- ingar, sem vert er og skylt. Og þess vegna er háskólinn ekkt alt það, sem hann á að vera — og getur verið. Hitt má auðvitað, eins og áður segir deila um, hvernig menn vilja snúast við einstökum atriðum í málum háskólans. En um hitt má ekki deila, að ef háskólinn á á annað borð að vera til, þá verður líka að leggja honum þau skilyrði, sem til þess eru nauðsynleg, ef þau eru þá til, eða blátt áfram að skapa þau, ef þau eru ekki til. Og hérna kemur mergurinn málsins míns. Þegar íslend-- ingar fara að »krítisera« eitthvað — og þeir hafa í rauninm gaman af því, kannske meira gaman að því að rífa niður, heldur en að byggja upp — þá gera þeir það oft »ekki fyr en seinna«, ekki »fyr en á eftir«. Og þá er »kritikin« venju- lega sama sem skammir og niðurrif. En þetta er rangt, þetta er misskilningur. Góð »kritik« er hvorugt, hvorki skammir ne niðurrif, eða þarf ekki að vera það. En hún er skilningur og hún er leiðbeining. Og hún þarf ekki að koma í storminum- Hún getur líka komið í logninu. Hún byggir upp, en rífur ekki niður. Háskólamálin hafa líka sjálfsagt, það lítið, sem þau hafa verið rædd, stundum fengið að kenna á þessari misskildu

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.