Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Page 46

Eimreiðin - 01.09.1922, Page 46
238 ÍSLENSKUR HÁSKÓLI eimreiðW »kritik«. En eins víst og það er, að háskólinn nú má og á að fá gagnrýni — eins víst er það, að hann og þjóðin, — á heimtingu á því, að sú gagnrýni stefni að því að byggja upp, en ekki að hinu, að rífa niður. Eins og eg tók fram áður, ætla eg hér ekki að ræða mikið um »innri« mál háskólans í einstökum atriðum — en eg ætla að tala um þau »ytri« — tala um það beinlínis í bókstaflegum skilningi, að byggja upp háskólann. Þvi háskólann vantar hús. Og þetta er mikilsvert undirstöðuatriði í öllum málum hans- Þegar menn ræða um háskólann nú, þá gleyma menn þessu oft, — gleyma því, að háskólinn lifir á einskonar útigangi eða vergangi, gleyma því, að hann á ekki þak yfir höfuð sér, gleyma því, að honum hafa ekki verið fengin þau skilyrði öll, sem til þess þarf að fullnægja því, sem af honum á að krefjast. Þetta er ekki nýmæli í sjálfu sér, að hér vanti háskólahús og stúdentabýli, þó einhverjum kunni að finnast það »mjöS yfirgripsmikið og stórtækt«. Til þess að sýna mönnum, að einstaka maður hafi þó eitthvað um það hugsað, hefi eg fengið alla þá uppdrætti, sem eg veit til að gerðir hafa verið af há- skólahúsi og stúdentabýli, og er nokkuð af því prentað hér með. Geta menn af þessum myndum gert sér nokkra hug- mynd um svip og skipulag háskólahúsanna, sem stungið hefir verið upp á, en þó, því miður, ekki alveg. Til þess þyrfti að prenta alla uppdrættina í einstökum atriðum, en til þess er ekki rúm. Fyrsta myndin er eftir enskan byggingafræðing, teiknuð skömmu fyrir aldamótin (1897). En hún mun hafa þótt nokkuð umsvifa- og viðamikil, og stíllinn ekki sem best viðeigandi hér, sögðu menn. Næstu myndina gerði svo hr. Rögnvaldur sál. Olafsson. Gerði hann ráð fyrir því, að há- skólinn yrði reistur í einskonar íslenskum bæjastíl, að sínu leyti svipuðum og nú er á Jóns Þorlákssonar húsunum svo nefndu í Reykjavík og á sveitabæjafyrirmyndum Guðm. Hann- essonar og Raavad’s. Þetta hús er ráðgert að eins fyrir skól- ann sjálfan, ekki stúdentabýli. Lengd framhliðarinnar var um 45 m. og aðalhæðirnar tvær. Á neðri hæðinni var anddyrir stórt, 4 kenslustofur, 2 kennarastofur, skrifstofa, tvær tilrauna-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.