Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Page 48

Eimreiðin - 01.09.1922, Page 48
240 ÍSLENSKUR HÁSKÓLI eimreiðiN gæti tekið hana til þessara nota. Þessi áætlun mætti þó mót- spyrnu meðal kennara, einkum frá Magnúsi Jónssyni o. fl. Næsta mynd er einnig eftir hr. Guðjón Samúelsson, og af háskólanum eingöngu. Er gert ráð fyrir því, að það stæði við Tjarnarendann sunnanverðan, austanmegin, andspænis skemti- garði þeim, sem var ráðgerður endur fyrir löngu. Er framhlið þess húss áætluð um 50 metra löng og húsið um 10 m. breitt, nema tvær álmur, um 10 m. langar, út úr því við sitt- hvorn enda, og þriðja álman, eða útbyggingin, aftur úr því miðju, um 20 m. löng og c. 16 m. breið. Átti þar að vera hátíðasalur skólans og anddyri hans. Annars áttu að vera á 1. hæðinni, auk ganga o. sl., stór fyrirlestrasalur, bókasafn (og lesstofa), 3 kenslustofur, skrifaraherbergi og 2 kennarastofur, en á stofuhæðinni 2 kenslustofur, 8 tilraunastofur o. fl. Loks er svo síðast mynd hr. Einars Jónssonar myndhöggv- ara. Á uppdrættinum sést að eins framhliðin, aðalhliðin, en húsið, eða húsagarðinn, á að reisa í jafnhliða ferhyrningi, og komi 5 turnhús, eins og á myndinni sjást, á hvert hornanna. En milli þeirra eru hliðarnar með ýmsu sniði, og fæst í raun- inni ekki fullkomin hugmynd um það, hvernig byggingin í heild sinni er hugsuð, nema þær sjáist allar, ásamt grunn- flatarteikningunni, þó þess sé, því miður, ekki kostur hjer að sýna það. Þessi bygging á að standa hátt í Skólavörðuholtinu, og er þar bæði háskóli og stúdentabýli, og sömuleiðis íbúðir fyrir kennara. Eru íbúðarherbergin einkum í turnhúsunum, en kenslustofur, fyrirlestrarstofur, tilraunastofur fyrir allar deildir, bókastofur, lestrarstofur, kennarastofur, söngstofa, íþrótta- salir, borðsalir, gangar og hvelfingar ýmsar í hinum hlutunum, og auk þess stór og hár hátíðasalur í aðalhúsinu og borð- stofur, eldhús, búr o. sl. í sambandi við íbúðirnar. Garðar eru einnig ráðgerðir í sambandi við þetta hús. Og eins og nokkuð má sjá af uppdrættinum, er einnig ætlast til þess, að það verði margvíslega myndskreytt, bæði utan og innan. Annars er ekki unt að gera hér nánari grein fyrir uppá- stungunum í einstökum atriðum, enda ekki gott að átta sig á þeim, nema teikningarnar séu við hendina. En við allar mynd- irnar hafa einnig verið gerðir meira eða minna nákvæmir skipulagsuppdrættir og mælingar í mörgum hlutum. En mynd-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.