Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Page 49

Eimreiðin - 01.09.1922, Page 49
EIMREIÐIN ÍSLENSKUR HÁSKÓLI 241 ■rnar ættu þó að vera betri en ekkert, til þess að fólk gæti séð aðalsvip bygginganna og kynst því nokkuð, af þessari stuttu lýsingu, hvað höfundarnir hafa álitið að til slíks húss fc’Yi'fti, þó ýmsu megi sjálfsagt breyta, eftir smekk hvers eins, °2 stækka og auka, ef þurfa þykir. Kostnaðaráætlun fylgir þó ekki, enda væri slíkt árangurslítið nú, þar sem kostnaðurinn er sífeldum breytingum og byltingum háður, og sjálfsagt verður ekki ráðist í framkvæmdir, nema tímarnir séu álitnir fjárhags- 'e2a heppilegir, og betra að bíða árinu lengur, en að fá hús, sem ekki er til frambúðar og enginn er ánægður með, þegar UPP er komið. Enn fremur vil eg geta þess, að Guðm. pró- fessor Hannesson hefir fyrir nokkrum árum flutt erindi í stúdentafélagi háskólans út af 3. uppdrættinum, og Ág. H. Bjarnason sýnt helstu myndirnar og talað hvatningarorð um málið á 50 ára afmæli stúdentafélags Reykjavíkur. Sömuleiðis rr>un háskólaráðið hafa sent alþingi ávarp um málið fyrir fá- Unr árum. Annars eru það einna helst yngri stúdentarnir, sem kafa verið að reyna að halda málinu vakandi, enda næst fceim. (Jm áramótin 1920 var það t. d. allmikið rætt. Var þá kosin nefnd í stúdentafél., til þess að reyna að brjótast eitt- hvað í þessu.1) Árinu áður hafði því einnig verið hreift í há- skólafél. í sambandi við annað mál, náskylt. í bæði þessi skifti skrifaði eg dálítil bréf um málið til þingsins, og set eg hér siflákafla úr þeim: Eins og kunnugt er, hafa alþingi og há- skólinn nú sameiginlegt húsnæði að nokkru leyti. En alþingis- húsið er auðvitað reist eingöngu með þarfir alþingis og starf fcess fyrir augum, og allri skipun þess hagað eftir því. Það ^á þess vegna telja neyðarúrræði, að háskólanum var fengið k>r húsnæði, og það gat í eðli sínu ekki verið annað en hráðabirgðarákvæði. — »Einkum hefir þetta — húsnæðisþrengslin 1 sambýlinu — komið fram, að því er háskólann snertir, þannig, að ýmsar kenslugreinir, sérstaklega í læknadeildinni, hafa svo ah segja verið á sífeldum vergangi og hrakningum«, — þess Ue9na er »háskólanum það brýn nauðsyn, að eiga sitt eigið Us. sniðið eftir þörfum hans og kröfum. Hann þarf þess til r) Árangur varð enginn þá, en seinna varð komið upp mötuneyti stú nia. sem sjálfsagt yrði í framtíðinni einn liður stúdentabýlisins. 16

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.