Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 57
eimreiðin
TÍMAVÉLIN
249
klæddir í samskonar skykkjur úr sama mjúka og fagra og
sterka efninu.
Þeir átu ekkert annað en ávexti. Þetta framtíðarfólk bragð-
aði ekkert kjötkyns, eða neitt úr dýraríkinu, og meðan eg var
þarna hjá þeim, varð eg að sæta sömu kjörum, þótt mig
dauðlangaði í kjötmeti. Og eg komst brátt að raun um, að
húsdýrin, svo sem hestar, nautpeningur, sauðfénaður og hundar
voru komnir í flokk með ichthyósaurus og öðrum útdauðum
dýraflokkum fyrir langalöngu. En ávextirnir voru afbragðs-
góðir. Einkum þó einn, sem var í blóma allan þann tíma, sem
eg var þarna — mjölkendur, með þrem litabreytingum, —
hann var einstaklega bragðgóður, og mér varð gott af honum.
Fyrst í stað var eg undrandi yfir öllum þessum nýju blómum
og ávöxtum, en smámsaman fór eg að venjast þeim og sjá
þýðingu þeirra.
Ritsjá.
Páll Eggert Ólason: MENN OQ MENTIR siÖaskiftaaldarinnar á ís-
tandi. II. bindi: Ogmundur Pálsson, Gissur Einarsson og samherjar hans.
Rvík. Quðm. Gam. 1922.
Fyrir þrem árum kom út fyrsta bindi þessa mikla ritverks, sem dr.
Páll Eggert Ólason, söguprófessorinn, sem nú er orðinn, hefir áformað
að rita um „menn og mentir siðaskiftaaldarinnar á íslandi", og var það
^■ndi um Jón biskup Arason. Varði höfundurinn það rit við doktorspróf
1 heimspekisdeild Háskólans, og er hann enn sem komið er sá eini, sem
það hefir gert hér á landi.
Hér birtist nú næsta bindi þessa verks, og er það sýnu stærra en hið
Wrra bindi, rúml. hálft sjöunda hundrað bls., og að mínu viti stendur
betta bindi og framar hinu að efni, bæði að vísindanákvæmni og fram-
setningu. Vil eg þegar láta í Ijós þá skoðun mína, að þessi bók er af-
b^agðs góð, og bæði höfundi hennar og Háskóla vorum til sóma. Vil eg
nú skýra nokkuð frá efni hennar.
A eftir formála, eins og lög gera ráð fyrir, kemur inngangur, „stutt
Vfirlit um stjórnarháttu og þjóðfélagsskipan á íslandi í lok páfadómsins",
°9 er þessi inngangur 55 bls. Er þessi inngangur mjög þarfur og nauð-