Eimreiðin - 01.09.1922, Qupperneq 64
256
RiTSJÁ
EIMREIÐIN
Ekkí nefnir H. W., hvernig mynda megi slíkt orkester og kór, en þvi
hefir áður verið rækilega lýsl af Islendingi.
Að Iokum minnist höf. á húsakynni til hljómleika í Reykjavík, og gerir
ráð fyrir, að nú hafi orðið breyting ti! batnaðar. Hann veit ekki, að fult
hús þarf til þess að hljómleikar sumargestanna svari kostnaði. Og hann
veit ekki heldur, að aðsókn rénar að þeirri tegund hljómleika, sem þekt
er orðin. Annars væri æskilegast, að allir listamenn og lista- og menn-
ingarvinir gætu sameinast um að reisa á íslandi almenna listahöll, þar sem
leiklist, myndlist og tónlist ættu sér miðstöð, þar sem saman væru lista-
söfn, leikhús og hljómleikahús ásamt almennum lista/iáskóla allra greina.
Með slíkum sparnaði gæti hver listin stutt aðra. Þannig gæti orðið sam-
stilling til framfara. En íslendingar þurfa að Iæra að gera mun listar og
listlíkis.
Dansk-íslenska félagið starfar að eflingu andlegs sambands milli Islands
og Danmerkur og nýtur styrks af ríkissjóði Islands. Þó að mark félagsins
væri ekki „dilettantismus pro dilettantismo" og ekki stjórnmálalegs eðlis,
þá virðist meiri ástæða til þess, að efla andlegt samband Islands við
önnur ríki. Danmörk skarar ekki fram úr í aimennri menningu, en frá
Danmörku hafa Islendingar sótt mentun sína um margar aldir. Andlega
sambandið milli þessara tveggja þjóða er þegar svo fast hnýtt, að seint
mun það losna. En einhliða menningaráhrif geta orðið Islandi til tjóns.
Hví styrkir ríkissjóður ekki félög ensku- frönsku- og þýskumælandi
manna á Islandi eða Islandsvinafélög, íslensk þjóðræknisfélög og Islend-
ingafélög í öðrum löndum?
Annars mun nú margt innanlands frekar styrkþurfi.
Norderney 9. maí 1922.
Jón Leifs.
Athugist!
Menn muni, að myndir í samkepni þá, sem Eimreiðin hefir boðið til,
eiga að vera komnar ritstjóra Eimreiðarinnar í hendur fyrir 1. okt. þ. a-