Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Page 68

Eimreiðin - 01.09.1922, Page 68
EIMREIDIN Aschehougs Konversations Lexikon Nú er tækifærið til þess að gerast kaupandi að þessu ágæta riti. 5 bindi eru komin út; eftir eru 4 bindi sem koma út á næstu tveim árum. Hvert bindi kostar í góðu skinnbandi kr. 30,00. Ef þér gerist kaupandi að því með afborgunarsamningi getið þér fengið það fyrir aðeins 10—15 kr. á mánuði. Þá fáið þér strax það sem út er komið og hitt jafnóðum og út kemur. Engin híbýlaprýði er fegurri en sú er sýnir mentunarþroska eigandans. — Prýðið því heimilið fyrst með Aschehougs Lexikoni! Hvað kostar skólamentun og annað þesskonar, sem er dottið úr nemandanum strax og út fyrir kenslustofuna kemur? Með Aschehougs Lexikoni hafið þér ótæmandi fróðleikslind við höndina, kennara sem altaf er hjá yður! Munið að nú er einmitt besta tækifærið til að eignast það! Pantið það strax í dag, eða komið og talið við mig, ef þér getið komið því við. Ársæll Árnason Laugaveg 4 — Reykjavík. Ef þér hafið hug á að eignast hljóðfæri, þá skrifið ritstjóra Eimreiðarinnar og spyrjist fyrir, meðal annars um það, hvernig hægt sé að komast hjá halla af gengismun.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.