Eimreiðin - 01.04.1925, Side 2
98
NÝNORSKT MÁL OG MENNING
eimreiðiN
norsku máli, er það, að ef nýnorskan sigri, þá útiloki Norð-
menn sig frá andlegu sambandi við Dani. Sé NorðmönnuW
ekki lítið gagn að því, að 3—4 miljónir manna utan Noregs
lesi norskar bókmentir. Þessi mótbára virðist í fljótu bragði
ekki veigalítil, en við nánari athugun verður hún ærið létt á
metunum. Danskan bjagaða — ríkismálið — er að eins töluð
af örlitlu broti þjóðarinnar, þeim, sem í borgum búa — en
það er einmitt sá hluti fólksins, sem minsta hefur menningU
og lausast stendur fótum í norskri jörð. Er það sannast mála>
að gamalt fólk í sveitunum, sem ekki hefur fengið uppfræðslu
í dönsku, skilur alls ekki það mál — en á íslenzkri tungu er
unt að gera sig skiljanlegan, að minsta kosti vestanfjalls. Hið
danska mál hefur öldum saman lokað dyrum bókmentanna
fyrir almenningi og verið erfiður þröskuldur mörgum gáfuðuiu
alþýðumanni, þó að hann hafi uppfræðslu fengið. Bókmentir
Norðmanna væru bæði merkari, meiri og þjóðlegri, ef sá
steinn hefði ekki verið færður í miðjan farveg norskrar þjóð-
elvar. Vinje, einhver mesti snillingur með Norðmönnum á mál
og stíl, var með öllu stíllaus og ólistrænn rithöfundur, unz
hann tók að rita landsmál eða nýnorsku. Það vita allir, sem
reynt hafa, hve erfitt það er að ná sæmilegu valdi á sínU
eigin móðurmáli. Mun því engum finnast það undarlegt, að
torsótt sé að skrifa framandi tungu og finna á henni útlausn
því bezta og frumlegasta í sjálfum sér. Víst mundum vér Is-
lendingar verða af fleirum lesnir, ef vér skrifuðum dönsku,
svo að ekki sé enska nefnd. Þó mun enginn, sem við er
mælandi, vilja halda því fram, að vér hefðum ábata af því a®
bera vort eigið mál fyrir borð og taka að tala annarlegum
tungum.
Þá er því og haldið fram á Islandi af sumum mönnum, að
Norðmenn skyldu tekið hafa upp íslenzku. En slík málskifti
eru stærri vandkvæðum bundin en menn munu gera sér grein
fyrir. Danskan hefur um mörg hundruð ár verið hið opinbera
málið í Noregi, en samt hefur hún alls ekki fest rætur í
sveitunum. Er það hinn mesti misskilningur, að landsmálið sé
hrærigrautur dönsku og íslenzku og annað ekki. í því eru
ekki allfá erlend orð, en mikið af þeim er komið beinlínis frá
Þjóðverjum — og meginhluti orðaforðans er alnorrænn-