Eimreiðin - 01.04.1925, Síða 64
160
VÉLQENGI OG VITGENGI
EIMREIÐlN
væri að boða þann veruleik, og væri það sízt óveglegra en
hlutverk vísindanna.
Eftir ófriðinn mikla komst hin mesta ólga í alt andlegt l>f
og augu manna opnuðust betur en nokkru sinni áður fyrir
mikilvægi samvinnu og samheldni á öllum sviðum. Fyrsta op'
inbera merkið eftir ófriðinn um sátt vísinda og kirkju var e1
til vill Cardiff-fundurinn mikli árið 1920, sem vísindafélag'ð
brezka gekst fyrir. Á þeim fundi flutti nafnkunnur stærðfraeð-
ingur og prestur í Westminster, E. W. Barnes, merkileS3
ræðu, sem markaði ný tímamót í sögu vísinda og trúar. ÖH
afstaða ræðumanns, og fundarins í heild sinni, var á þá lei5<
að vísindi og trú væru hvortveggja jafnrétthá og miðuðu að
sama takmarki. Hvortveggja væri leit að sannleika og yrði a^
grundvallast á sannleika, til þess að geta veitt mannkyninu þa
blessun, sem það nú skorti svo mjög.
Löngu áður en enskir vísindamenn og guðfræðingar hófu
samkomulagstilraunir sínar, var upp komin öflug hreyfinS 1
Þýzkalandi fyrir því, að sætta guðfræði og vísindi. UpptÖku1
að þeirri hreyfingu átti Rudolf Eucken í Jena, sá sami sem
fékk bókmentaverðlaun Nobels árið 1908. Árið 1909 kom út
bók eftir hann um kristindóminn og hina nýrri hugsæisstefnm
þar sem hann sýndi fram á, að brýn þörf væri á kristindómL
sem svaraði til þess andlega ástands, er söguleg þróun mann-
kynsins hefði yfir það leitt. Engir hafa þá líka betur skýrl
ritninguna í samræmi við kröfur samtíðarinnar en þýzkir fræði'
menn, enda grundvallast hin þýzka nýguðfræði fyrst og fremst
á sögulegri gagnrýni á ritningunni. Meinið var, að mest af
þessu verki var unnið á efunaröld og varð því æði ófrjósamt
fyrir trúarlífið. Það hafði aðallega þýðingu fyrir skilning vorn
á uppruna og sögu heilagrar ritningar og var að því leY*1
merkilegt. En þýzkir fræðimenn voru á góðum vegi með að
leiða vélgengið í kór einnig innan guðfræðinnar hefði ekki
ný andleg hreyfing veitt lífsmagni sínu inn yfir sviðnar lendur
þessarar guðfræðistefnu. Sú hreyfing kom aðallega frá EnS'
landi og Ameríku, eins og kunnugt er, en hún hefur líka
komið fram á alveg sjálfstæðan hátt meðal Þjóðverja sjálfra-
Þannig mun enginn nútíðarmanna hafa átt meiri né betri þáh
í að finna aftur hina glötuðu sál mannkynsins en spekingui"