Eimreiðin - 01.04.1933, Qupperneq 70
182
ÞJÓÐERNISST. í ÞVZKUM BÓKM.
EIMREIÐIN
unnar, til lotningar fyrir mold fósturjarðarinnar og eðli þjóð-
arinnar, gerir bók þessa merkilega. Skáldið er statt uppi í
sveit og segir: »Náttúran er margbreytileg. Hér sé ég þús-
undir trjálaufa yfir mér, en ekkert þeirra er nákvæmlega eins
og hin. Eg hef hér hesta og kýr og hæns fyrir augum og sé,
að hver skepna hefur sín séreinkenni, sem greinir hana frá
annari. Hjá manninum ríkir sama Iögmál. Heimurinn þekkir
enga fábreytni, hann þekkir aðeins fjölbreytni. I ríki náttúr-
unnar er ekkert tvent eins. I heiminum er alt mismunandi; það
eru hans ófrávikjanlegu lög, og mismunurinn skapar gildi hvers
einstaks. Hvernig gat jafnaðarstefnan sprottið upp úr slíkum
jarðvegi? Sveitamaðurinn gat ekki fundið hana upp og getur
aldrei aðhylst hana. Hún er blekking, sem þeir einir geta
aðhylst, sem eru horfnir frá náttúrunni. Eg hugsaði: Hér er
maður háður náttúrunni. Veðrið, árstíðir og tunglið hafa áhrif
á líf manns og eru óviðráðanleg öfl. Maðurinn stendur hér
augliti til auglitis frammi fyrir sinni eigin takmörkun og fyll-
ist auðmýkt. Þessvegna getur hann verið trúaður. Dorgarbú-
anum finst hann aðeins vera háður mönnum, finst vald manns-
ins og vilji ráða yfir kjörum hans. Það, sem hann sér, er
ekki verk guðs, heldur gert af manna höndum. Þessvegna
getur hann glatað trúnni og auðmýktinni*. — Ég tilfæri
þessa grein úr bók Winnigs, af því að hún inniheldur alt,
sem einkennir þessa síðustu hreyfingu þýzks skáldskapar:
hvarf frá alþjóða-skynsemistefnunni til þýzks hugsunarháttar
og til trúar á örlög og guð.
Þessi stefna kemur einnig í ljós í hinni endurnýjuðu skáld-
legu dýrkun á landinu. Það er náttúrlega auðvelt að áfellast
stórborgalífið og prédika fyrir mönnum að hverfa aftur til
náttúrunnar. En það er ákaflega erfitt fyrir borgarbúa að til-
einka sér sveitalífið, og einnig erfitt fyrir sveitabúa að halda
í akurblettinn sinn. Fjölda margar eru þær þýzku bækur um
þessar mundir, sem hefja sveiíalífið upp til skýjanna og syngja
nýbýlahugmyndinni lof og dýrð. En það eru aðeins fá skáld,
sem blása lifandi anda í hugmyndina. Til þeirra má telja
Friedrich Schnack, hvað seinustu skáldsögu hans snertir: »Das
neue Land«. Höfuðþráðurinn í þessari skáldsögu, sem er
borin uppi af rólyndri konu, er það fyrirheit, að sá, sem helg-