Eimreiðin - 01.01.1939, Qupperneq 16
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
2
jan. Araba og Gyðinga til ráðstefnu í London til þess að rann-
saka Palestinumálin og finna lausn á þeim. Erfiðlega gengur
að koma ráðstefnunni á, en á meðan samningar
Palestínu- standa um það við Araba, heldur hryðjuverkunum
málin. áfram i Palestínu. Hinn 26. ágúst brýzt uppreisn út
í Jaffa og 2. október ráðast Arabar á Gyðinga í
Tiberias, og fjöldi manna er drepinn, 18. s. m. setja Bretar
herstjórn á laggirnar í Palestínu, og eftir það kemst meiri
regla á í landinu. í árslokin hefur tekist að koma þeim sætt-
um á, að ráðstefnan fyrirhugaða i London kemur saman
snemma á árinu 1989, með þátttöku Araba og Gyðinga, til að
ráðgast um framtíðarskipulag Palestínu.
í engu landi Norðurálfunnar hefur árið 1938 verið eins við-
burðaríkt og í Þýzkalandi. Einkum eru það þrír stórviðburðir,
sem afdril'aríkastir hafa orðið fyrir þýzka ríkið
Hið nýja á árinu, og allir hafa fært það í áttina að hinu
Þýzkaland. mikla marki þjóðernisjafnaðarmanna. Fyrsti stór-
viðburðurinn er innlimun Austurrikis dagana 11.
—13. marz, er Þjóðverjar bæta við sig um 7 milj. íbúa og um
84 000 ferkm. lands. Önnur stóratburðaröðin er Tékkóslovakiu-
deilan í september, sem lýkur með því, að Þjóðverjar fá Su-
deta-héruðin í byrjun októbermánaðar. Og þriðja stóratburða-
röðin eru Gyðingaofsóknirnar, sem hófust í Austurríki eftir
innlimun þess og náðu hámarki sínu 10. nóvember, er 10 000
Gyðingar voru handteknir í Vinarborg einni og 13 miljóna
marka virði af eignum Gyðinga í Berlin einni var eyðilagt, en
Gyðingar í Þýzkalandi síðan dæmdir til að greiða 1000 miljónir
marka í skaðabætur fyrir, að Gyðingur einn skaut þýzka sendi-
sveitarerindrekann von Bath í Paris 7. sama mánaðar. Um
700 000 manns eru í Þýzkalandi, sem opinberlega eru ekki
taldir að vera ariskir, og leitar fjöldi þeirra í lok ársins burt
þaðan, eða munu leita bráðlega, og er nú eitt af mestu vanda-
málum stórveldanna að útvega öllum þessum mikla skara
flóttamanna dvalarstaði. Stórfé hefur verið safnað til hjálpar
bágstöddum flóttamönnum. 1 Bretlandi gekst fyrv. forsætis-
ráðhérra Baldwin lávarður fyrir þessari söfnun, og hafði í
árslok safnast upphæð, sem nam rúml. 6 milj. kr.
Eins og svo oft áður hafa orðið tið stjórnarskifti i Frakk-