Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 23
eimreiðin
VIÐ WÓÐVEGINN
9
ísfisksala. Togararnir fóru 173 veiðiferðir til útlanda á ár-
inu og seldu alls fyrir £ 218 385. En árið áður voru isfisks-
ferðir togaranna aðeins 146 og andvirði aflans £ 179 826. Hér
er átt við Englands- og Þýzkalandsferðir samanlagðar, og and-
virðinu fyrir afla seldan í Þýzkalandi breytt úr ríkismörkum í
£ eftir dagsgengi. Allur útflutningur á ísuðum og trystum fiski
«1 Stóra-Bretlands á árinu nam 11 793 582 kg. og seldist fyrir
i'úml. £ 263 000. Er þar í einu lagi talinn fiskur togara, linu-
veiðara og báta.
Síldveiðin. Saltsíldarveiðin varð enn meiri að magni en árið
áður, en bræðslusíldaraflinn um % minni. Veiðin síðastliðin
þrjú ár hefur verið þessi:
1938 .... saltað 347 679 tn. alls. I bræðslu 1 530 416 hl.
1937.... _ 210 997 — — - — 2 172 138 —
1936 .... _ 249 215 _ — - — 1 068 670 —
Verð á bræðslusíldarafurðum var miklu lakara en i fyrra.
Þannig var verð á sildarlýsi í byrjun ársins um £ 14 smálestin,
en komst í lok ársins niður í £ 11. Saltsíldarverðið á árinu vai
litið eitt lægra en árið 1937. Talið er að útlendingar (þ. e. Norð-
menn, Svíar, Finnar, Danir, Eistlendingar og Lettlendingar)
hafi alls veitt 253 052 tn. saltsíldar við ísland siðastl. ár.
Karfaafurðir voru fluttar út á árinu fyrir um 540 þús. kr.,
utsaflök og harðfiskur fyrir um 392 þús. kr., lax og silungui
fyrir 63 þús. kr. Er þessi útflutningur lægri en árið áður. Aftur
á móti hefur útflutningur á niðursoðnum fiski aukist á árinu.
Rækjuverksmiðjurnar á ísafirði og Bíldudal fluttu út rækjur á
árinu fyrir 156 þús. kr., og í september síðastl. tók til starfa
verksmiðja Sölusambands íslenzkra fiskiframleiðenda, sem
framleiðir yfir 20 tegundir af niðursoðnu og niðurlögðu fisk-
meti. En sala þessara afurða erlendis er enn lítil.
Hvalueiðar voru stundaðar frá hvalveiðastöðinni á Suður-
eyri í Tálknafirði og voru nú reknar á þrem skipum í stað
tveSgja skipa árið áður. Veiðin varð 147 hvalir (1937: 79 hval-
lr)- Andvirði útfluttra hvalafurða á árinu nam 421 þús. kr.
(250 þús. kr. árið áður).
M öllum útfluttum afurðum landsmanna á árinu. 1938, en
l)ær námu samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Hagstofunnar kr.